Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. maí 2021 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hreinn Ingi fengið rautt í tveimur leikjum í röð
Lengjudeildin
Hreinn Ingi Örnólfsson
Hreinn Ingi Örnólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hreinn Ingi Örnólfsson, leikmaður Þróttar, hefur fengið rautt spjald í síðustu tveimur leikjum sínum.

Hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Víkingi Ólafsvík í Mjólkurbikarnum á dögunum og í kvöld fékk hann tvö gul spjöld og þar með rautt gegn Fjölni í 1. umferð Lengjudeildarinnar.

„Rautt spjald á Hrein Inga, hann er að fá sitt annað rauða spjald í tvem leikjum í röð. Myndi ekki kalla þetta pjúra rautt spjald, en það var á mörkunum," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson sem textalýsti leiknum í kvöld og vekur athygli á þessari staðreynd.

Brynjar textalýsti báðum þessum leikjum.

„Beint rautt spjald. Alveg rétt ákvörðun. Hreinn Ingi tæklar Bjart Bjarma sem snýr bakinu í hann og ætlar í skyndisókn," skrifaði hann á 84. mínútu þegar Þróttur mætti Ólafsvík.

Hreinn verður í leikbanni í næstu umferð Lengjudeildarinnar og í fyrsta leik síns liðs í bikarkeppninni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner