Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. maí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte staðfestir áform um kaup á Kulusevski - Bergwijn á förum
Hinn 22 ára gamli Kulusevski er kominn með 3 mörk og 8 stoðsendingar í 14 úrvalsdeildarleikjum.
Hinn 22 ára gamli Kulusevski er kominn með 3 mörk og 8 stoðsendingar í 14 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: EPA

Steven Bergwijn hefur ekki fundið taktinn frá komu sinni til Tottenham Hotspur og vill skipta um félag sem fyrst til að fá spiltíma og vinna sér inn sæti í hollenska landsliðinu fyrir HM.


Tottenham borgaði um 30 milljónir evra fyrir Bergwijn fyrir tveimur og hálfu ári síðan en honum hefur aðeins tekist að skora 8 sinnum í 80 leikjum.

Ajax hefur verið að sýna Bergwijn mikinn áhuga og mun leggja fram tilboð í sumar eða reyna að fá hann lánaðan. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Tottenham ætlar ekki að koma í veg fyrir félagaskiptin, heldur er einbeitingin á sænska kantmanninum Dejan Kulusevski sem hefur verið frábær frá komu sinni frá Juventus.

Kulusevski er á lánssamningi en í honum er kaupmöguleiki sem Tottenham ætlar að nýta sér miðað við ummæli Antonio Conte knattspyrnustjóra.

„Hann er hérna á láni en við lítum á Kulusevski 100% sem leikmann Tottenham á allan hátt," sagði Conte.

„Það er ekki opinbert, en hann er leikmaður Spurs."


Athugasemdir
banner
banner
banner