Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 06. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Kennarar hvattir til að taka þátt í verkefni UEFA
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið er búið að tryggja sér þátttökurétt á EM í sumar sem verður einn af stærstu viðburðum í sögu kvennaboltans. 16 þjóðir taka þátt í mótinu sem verður spilað á tíu leikvöngum á Englandi.


Það hafa aldrei fleiri fylgst náið með kvennaknattspyrnu og nú þar sem hvert áhorfendametið er slegið fætur öðru.

UEFA hefur hrint af stað ýmsum verkefnum til að vekja athygli á Evrópumótinu og er eitt þeirra sem beinist að skólastarfi barna frá 7 til 14 ára. Það verkefni ber heitið „Fótbolti í skólum" og er með það sem markmið að auka áhuga barna og unglinga á mótinu með því að veita þeim innblástur og sameina skóla og börn í tengslum við mótið. Verkefnið samanstendur af áskorunum og kennsluefni sem snýr allt að EM.

Nemendur fá að taka þátt í skemmtilegum áskorunum með einhverjum af bestu leikmönnum í heimi þar sem áskoranir og annað efni birtist reglulega fram að móti sem hefst 6. júlí. Nemendur fá tækifæri til að deila sínum áskorunum á rafrænan vettvang og mun skólinn hafa aðgang að safni allra sinna nemenda.

Til að taka þátt í fótboltaveislunni og fá aðgang að áskorununum og kennsluefninu þarf að skrá sig inn á sérstakri vefsíðu UEFA.

„KSÍ hvetur kennara til að kynna sér verkefnið og taka þátt. Að auka áhuga á kvennaknattspyrnu er samfélagsverkefni og er þetta frábær leið til að kynnast kvennalandsliðinu okkar og um leið brjóta upp skólastarfið í aðdraganda sumars," segir meðal annars á vefsíðu KSÍ.


Athugasemdir
banner