mið 06. júlí 2022 13:45
Brynjar Ingi Erluson
Franski varnarmaðurinn í flugi á leið til Nottingham
Moussa Niakhate spilar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð
Moussa Niakhate spilar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Moussa Niakhate, varnarmaður Mainz í Þýskalandi, er í flugi á leið til Nottingham en hann er að ganga í raðir Nottingham Forest fyrir 15 milljónir punda.

Þessi 26 ára gamli Frakki hefur spilað fyrir Mainz síðustu fjögur tímabil og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Á þessum fjórum árum hefur hann spilað 138 leiki og skorað 9 mörk fyrir þýska félagið.

Franskir fjölmiðlar segja nú frá því að Niakhate sé á leið til Nottingham til að skrifa undir þriggja ára samning við Forest en kaupverðið er 10 milljónir punda og svo fimm milljónir ofan á það í árangurstengdar greiðslur.

Niakhate er fjórði leikmaðurinn sem Nottingham fær í þessum glugga á eftir Taiwo Awoniyi, Dean Henderson og Guilian Biancone.
Athugasemdir
banner
banner
banner