Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 06. júlí 2022 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle kaupir 17 ára miðvörð frá Skotlandi (Staðfest)
Charlie McArthur í leik með Kilmarnock
Charlie McArthur í leik með Kilmarnock
Mynd: Getty Images
Newcastle United gekk í dag frá kaupum á skoska varnarmanninum Charlie McArthur en hann kemur til félagsins frá Kilmarnock. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum í dag.

McArthur er 17 ára gamall miðvörður og var fyrirliði U17 ára landsliðs Skotlands á Evrópumótinu í Ísrael í síðasta mánuði.

Hann steig sín fyrstu skref með aðalliði Kilmarnock á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði fjóra leiki í heildina.

Skoski varnarmaðurinn er nú genginn í raðir Newcastle en mörg félög í úrvalsdeildinni sýndu honum áhuga.

McArthur gerir langtímasamning við Newcastle en kaupverðið er ekki gefið upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner