„Það er mjög gott að ná þessum sigri fyrst og fremst, þrjú stig," sagði Atli Sigurjónsson leikmaður KR eftir 3 - 4 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag. En gerði breytt leikkerfi útslagið hjá KR í dag?
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 4 KR
„Það hjálpaði til en ég held að hugarfar og stemmning og hvernig við mættum til leiks hafi gert útslagið," sagði Atli.
KR leyfði Breiðabliki að hafa boltann en lokuðu á þá og gerðu svo gríðarlega vel í að beita skyndisóknum. KR komst í 1-4 en missti leikinn svo í 3-4 og spennu í lokin.
„Það gekk mjög vel að mörgu leiti en ekki alveg nógu gott samt hvernig við enduðum leikinn. Við slökuðum fullmikið á og fórum að sleppa því að taka auka metrana. Hleyptum þeim af óþarfa inn í þetta og gáfum þeim of mikið pláss á tímabili sem er ekki hægt á móti blikum."
Atli skoraði sjálfur eitt marka KR, glæsilegt mark með góðu skoti.
„Þetta var bara nokkuð flott er það ekki," sagði Atli. „Um leið og hann flikkaði honum afturfyrir var ég byrjaður að undirbúa þertta.