Dagur Örn Fjeldsted, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í HK og mun spila með liðinu út tímabilið.
Dagur er 19 ára og lék í mars með U20 landsliði Íslands. Hann hefur verið orðaður við önnur félög í glugganum því tækifærin í liði Blika hafa verið fá í sumar.
Dagur er 19 ára og lék í mars með U20 landsliði Íslands. Hann hefur verið orðaður við önnur félög í glugganum því tækifærin í liði Blika hafa verið fá í sumar.
Hann var m.a. orðaður við Þór en ákveður að taka slaginn með hinu Kópavogsliðinu í Bestu deildinni.
Dagur er hægri kantmaður sem hefur komið við sögu í átta leikjum í Bestu deildinni í sumar og skoraði gegn Vestra í 2. umferð mótsins.
Fyrsti leikur hans með HK gæti orðið gegn KR á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir