Sádí arabíska félagið Al-Ittihad hefur nælt í serbneska markvörðinn Predrag Rajkovic frá Mallorca.
Fabrizio Romano greinir frá því að Al-Ittihad greiðir 11 milljónir evra fyrir þennan 28 ára gamla markvörð.
Þetta þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, er ekki á leið til félagsins en hann hefur lengi verið orðaður við félög í Sádí-Arabíu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ederson hjá City en hann virðist halda öllum möguleikum opnum á meðan Pep Guardiola vill halda honum hjá félaginu.
Athugasemdir