Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 06. ágúst 2024 23:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur við þrjú stig á heimavelli. Þetta var erfiður leikur sem var frekar taktískur. Mér fannst við hafa yfirhöndina við að skapa okkur færi." Segir kampakátur Rúnar Kristinsson eftir 2-1 sigur sinna manna í Fram gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skapaði sér alveg klárlega betri færi í dag og unnu eflaust Xg bardagann. Því mætti líklega segja að sigurinn væri sanngjarn.

„Þeir opnuðu okkur lítið og áttu fá færi. Við fengum öflug upphlaup í fyrri hálfleik, meðal annars þegar Fred var einn gegn markmanni. Við vorum í betri stöðum til að skapa færi. Á endanum var þetta sanngjarn sigur. Ég er ánægður með varamennina sem að
komu inn. Það lögðu allir sitt á vogaskálarnar. Það var þroskamerki á öllu sem við vorum að gera og ég er ánægður með liðið."


Tiago fór meiddur útaf í fyrri hálfleik og það gæti verið blóðtaka fyrir lærisveina Rúnars.

„Það er hrint í bakið á honum óvænt í miðri sendingu og hann virðist togna ofarlega aftan í læri og það er ekki gott fyrir okkur að missa hann."

Djenairo Daniels skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir komu sína til félagsins.

„Ég er mjög sáttur með hann. Hann er ekki í fullri leikæfingu og það er langt síðan hann spilaði alvöru leik. Hann gerði vel meðan hann var inná. Hann er að reyna kynnast liðsfélögunum og leikkerfi okkar en það kemur með tíð og tíma. Hann gerði frábært mark eftir gott hlaup á nærstöngina."

Már Ægisson var ógnvænlegur í dag en þetta var hann hinsti dans fyrir Fram í sumar þar sem hann er að fara vestur um haf í nám.

„Hann var frábær eins og í allt sumar. Því miður var þetta seinasti leikurinn hans vegna þess að hann er að fara í nám til Bandaríkjanna og við munum sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega öflugur með mikla hlaupagetu og mikinn hraða, hann getur leyst hinar ýmsu stöður og við munum sakna hans mikið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir