Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur við þrjú stig á heimavelli. Þetta var erfiður leikur sem var frekar taktískur. Mér fannst við hafa yfirhöndina við að skapa okkur færi." Segir kampakátur Rúnar Kristinsson eftir 2-1 sigur sinna manna í Fram gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skapaði sér alveg klárlega betri færi í dag og unnu eflaust Xg bardagann. Því mætti líklega segja að sigurinn væri sanngjarn.

„Þeir opnuðu okkur lítið og áttu fá færi. Við fengum öflug upphlaup í fyrri hálfleik, meðal annars þegar Fred var einn gegn markmanni. Við vorum í betri stöðum til að skapa færi. Á endanum var þetta sanngjarn sigur. Ég er ánægður með varamennina sem að
komu inn. Það lögðu allir sitt á vogaskálarnar. Það var þroskamerki á öllu sem við vorum að gera og ég er ánægður með liðið."


Tiago fór meiddur útaf í fyrri hálfleik og það gæti verið blóðtaka fyrir lærisveina Rúnars.

„Það er hrint í bakið á honum óvænt í miðri sendingu og hann virðist togna ofarlega aftan í læri og það er ekki gott fyrir okkur að missa hann."

Djenairo Daniels skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir komu sína til félagsins.

„Ég er mjög sáttur með hann. Hann er ekki í fullri leikæfingu og það er langt síðan hann spilaði alvöru leik. Hann gerði vel meðan hann var inná. Hann er að reyna kynnast liðsfélögunum og leikkerfi okkar en það kemur með tíð og tíma. Hann gerði frábært mark eftir gott hlaup á nærstöngina."

Már Ægisson var ógnvænlegur í dag en þetta var hann hinsti dans fyrir Fram í sumar þar sem hann er að fara vestur um haf í nám.

„Hann var frábær eins og í allt sumar. Því miður var þetta seinasti leikurinn hans vegna þess að hann er að fara í nám til Bandaríkjanna og við munum sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega öflugur með mikla hlaupagetu og mikinn hraða, hann getur leyst hinar ýmsu stöður og við munum sakna hans mikið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner