Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 06. ágúst 2024 23:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur við þrjú stig á heimavelli. Þetta var erfiður leikur sem var frekar taktískur. Mér fannst við hafa yfirhöndina við að skapa okkur færi." Segir kampakátur Rúnar Kristinsson eftir 2-1 sigur sinna manna í Fram gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skapaði sér alveg klárlega betri færi í dag og unnu eflaust Xg bardagann. Því mætti líklega segja að sigurinn væri sanngjarn.

„Þeir opnuðu okkur lítið og áttu fá færi. Við fengum öflug upphlaup í fyrri hálfleik, meðal annars þegar Fred var einn gegn markmanni. Við vorum í betri stöðum til að skapa færi. Á endanum var þetta sanngjarn sigur. Ég er ánægður með varamennina sem að
komu inn. Það lögðu allir sitt á vogaskálarnar. Það var þroskamerki á öllu sem við vorum að gera og ég er ánægður með liðið."


Tiago fór meiddur útaf í fyrri hálfleik og það gæti verið blóðtaka fyrir lærisveina Rúnars.

„Það er hrint í bakið á honum óvænt í miðri sendingu og hann virðist togna ofarlega aftan í læri og það er ekki gott fyrir okkur að missa hann."

Djenairo Daniels skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir komu sína til félagsins.

„Ég er mjög sáttur með hann. Hann er ekki í fullri leikæfingu og það er langt síðan hann spilaði alvöru leik. Hann gerði vel meðan hann var inná. Hann er að reyna kynnast liðsfélögunum og leikkerfi okkar en það kemur með tíð og tíma. Hann gerði frábært mark eftir gott hlaup á nærstöngina."

Már Ægisson var ógnvænlegur í dag en þetta var hann hinsti dans fyrir Fram í sumar þar sem hann er að fara vestur um haf í nám.

„Hann var frábær eins og í allt sumar. Því miður var þetta seinasti leikurinn hans vegna þess að hann er að fara í nám til Bandaríkjanna og við munum sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega öflugur með mikla hlaupagetu og mikinn hraða, hann getur leyst hinar ýmsu stöður og við munum sakna hans mikið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner