Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   þri 06. ágúst 2024 23:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur við þrjú stig á heimavelli. Þetta var erfiður leikur sem var frekar taktískur. Mér fannst við hafa yfirhöndina við að skapa okkur færi." Segir kampakátur Rúnar Kristinsson eftir 2-1 sigur sinna manna í Fram gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skapaði sér alveg klárlega betri færi í dag og unnu eflaust Xg bardagann. Því mætti líklega segja að sigurinn væri sanngjarn.

„Þeir opnuðu okkur lítið og áttu fá færi. Við fengum öflug upphlaup í fyrri hálfleik, meðal annars þegar Fred var einn gegn markmanni. Við vorum í betri stöðum til að skapa færi. Á endanum var þetta sanngjarn sigur. Ég er ánægður með varamennina sem að
komu inn. Það lögðu allir sitt á vogaskálarnar. Það var þroskamerki á öllu sem við vorum að gera og ég er ánægður með liðið."


Tiago fór meiddur útaf í fyrri hálfleik og það gæti verið blóðtaka fyrir lærisveina Rúnars.

„Það er hrint í bakið á honum óvænt í miðri sendingu og hann virðist togna ofarlega aftan í læri og það er ekki gott fyrir okkur að missa hann."

Djenairo Daniels skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir komu sína til félagsins.

„Ég er mjög sáttur með hann. Hann er ekki í fullri leikæfingu og það er langt síðan hann spilaði alvöru leik. Hann gerði vel meðan hann var inná. Hann er að reyna kynnast liðsfélögunum og leikkerfi okkar en það kemur með tíð og tíma. Hann gerði frábært mark eftir gott hlaup á nærstöngina."

Már Ægisson var ógnvænlegur í dag en þetta var hann hinsti dans fyrir Fram í sumar þar sem hann er að fara vestur um haf í nám.

„Hann var frábær eins og í allt sumar. Því miður var þetta seinasti leikurinn hans vegna þess að hann er að fara í nám til Bandaríkjanna og við munum sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega öflugur með mikla hlaupagetu og mikinn hraða, hann getur leyst hinar ýmsu stöður og við munum sakna hans mikið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner