Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur við þrjú stig á heimavelli. Þetta var erfiður leikur sem var frekar taktískur. Mér fannst við hafa yfirhöndina við að skapa okkur færi." Segir kampakátur Rúnar Kristinsson eftir 2-1 sigur sinna manna í Fram gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skapaði sér alveg klárlega betri færi í dag og unnu eflaust Xg bardagann. Því mætti líklega segja að sigurinn væri sanngjarn.

„Þeir opnuðu okkur lítið og áttu fá færi. Við fengum öflug upphlaup í fyrri hálfleik, meðal annars þegar Fred var einn gegn markmanni. Við vorum í betri stöðum til að skapa færi. Á endanum var þetta sanngjarn sigur. Ég er ánægður með varamennina sem að
komu inn. Það lögðu allir sitt á vogaskálarnar. Það var þroskamerki á öllu sem við vorum að gera og ég er ánægður með liðið."


Tiago fór meiddur útaf í fyrri hálfleik og það gæti verið blóðtaka fyrir lærisveina Rúnars.

„Það er hrint í bakið á honum óvænt í miðri sendingu og hann virðist togna ofarlega aftan í læri og það er ekki gott fyrir okkur að missa hann."

Djenairo Daniels skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik eftir komu sína til félagsins.

„Ég er mjög sáttur með hann. Hann er ekki í fullri leikæfingu og það er langt síðan hann spilaði alvöru leik. Hann gerði vel meðan hann var inná. Hann er að reyna kynnast liðsfélögunum og leikkerfi okkar en það kemur með tíð og tíma. Hann gerði frábært mark eftir gott hlaup á nærstöngina."

Már Ægisson var ógnvænlegur í dag en þetta var hann hinsti dans fyrir Fram í sumar þar sem hann er að fara vestur um haf í nám.

„Hann var frábær eins og í allt sumar. Því miður var þetta seinasti leikurinn hans vegna þess að hann er að fara í nám til Bandaríkjanna og við munum sakna hans mikið. Hann hefur verið gríðarlega öflugur með mikla hlaupagetu og mikinn hraða, hann getur leyst hinar ýmsu stöður og við munum sakna hans mikið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner