Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 06. september 2020 16:28
Helga Katrín Jónsdóttir
Ingunn Haralds: Dauðans alvara að fara að ná í stig úr næstu leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann í dag sterkan 4:2 sigur á KR í Pepsi-Max deild kvenna. Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, var að vonum svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 KR

"Já þetta er gríðarlega svekkjandi enda gríðarlega mikilvæg stig í boði dag svo við erum mjög svekktar með þetta. Þetta þýðir að við erum bara í miklu klafsi og erum orðnar neðstar í deildinni svo þetta er bara dauðans alvara fyrir okkur að ná í stig á næstu dögum."

"Við höldum auðvitað vel í vonina og ætlum okkur að vera miklu ofar. En þetta gekk ekki í dag en við eigum leik strax eftir 3 daga og svo aftur eftir 3 daga svo við reynum að krækja í stig þar."

"Þetta er strembið prógram núna, en önnur lið eru líka að spila þétt. Við höfum verið að æfa vel í sóttkví svo það á ekkert að vera að hafa áhrif á okkur, við erum bara að koma eins vel ´ ut úr þessu og hægt er."


Hvað fór úrskeiðis hjá KR í leiknum?

"Mér fannst koma kafli í fyrri hálfleik þar sem þær tóku yfir. Við byrjuðum eiginlega ekki leikinn fyrr en eftir að við lentum 2:0 undir og ákváðum að fara að spila einhvern fótbolta. Það hefðum við að sjálfsögðu átt að byrja á miklu fyrr. Það er erfitt að koma til baka á móti liði sem er búið að þétta sig baka til eftir að vera komin 2:0 yfir svo við opnum okkur aðeins til að sækja mörkin og fáum þá tvö mörk til baka í andlitið.

Liðin mættust í Kaplakrika fyrir þremur dögum og þar sigruðu KR í skemmtilegum leik. Hvernig er að mæta sama liði á sama velli svona stuttu síðar?

"Skrítið að mæta bara í nákvæmlega sömu aðstæður og fyrir þremur dögum og spila bara sama leik. En við vissum þó alveg hvað við þyrftum að gera til að ná úrslitum sem gekk þó ekki í dag."

Viðtalið við Ingunni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar talar hún meðal annars um botnbaráttuna og hvað þarf að gerast hjá liðinu í næstu leikjum til að þær fari að safna stigum.


Athugasemdir
banner
banner