Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   sun 06. september 2020 16:28
Helga Katrín Jónsdóttir
Ingunn Haralds: Dauðans alvara að fara að ná í stig úr næstu leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann í dag sterkan 4:2 sigur á KR í Pepsi-Max deild kvenna. Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, var að vonum svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 KR

"Já þetta er gríðarlega svekkjandi enda gríðarlega mikilvæg stig í boði dag svo við erum mjög svekktar með þetta. Þetta þýðir að við erum bara í miklu klafsi og erum orðnar neðstar í deildinni svo þetta er bara dauðans alvara fyrir okkur að ná í stig á næstu dögum."

"Við höldum auðvitað vel í vonina og ætlum okkur að vera miklu ofar. En þetta gekk ekki í dag en við eigum leik strax eftir 3 daga og svo aftur eftir 3 daga svo við reynum að krækja í stig þar."

"Þetta er strembið prógram núna, en önnur lið eru líka að spila þétt. Við höfum verið að æfa vel í sóttkví svo það á ekkert að vera að hafa áhrif á okkur, við erum bara að koma eins vel ´ ut úr þessu og hægt er."


Hvað fór úrskeiðis hjá KR í leiknum?

"Mér fannst koma kafli í fyrri hálfleik þar sem þær tóku yfir. Við byrjuðum eiginlega ekki leikinn fyrr en eftir að við lentum 2:0 undir og ákváðum að fara að spila einhvern fótbolta. Það hefðum við að sjálfsögðu átt að byrja á miklu fyrr. Það er erfitt að koma til baka á móti liði sem er búið að þétta sig baka til eftir að vera komin 2:0 yfir svo við opnum okkur aðeins til að sækja mörkin og fáum þá tvö mörk til baka í andlitið.

Liðin mættust í Kaplakrika fyrir þremur dögum og þar sigruðu KR í skemmtilegum leik. Hvernig er að mæta sama liði á sama velli svona stuttu síðar?

"Skrítið að mæta bara í nákvæmlega sömu aðstæður og fyrir þremur dögum og spila bara sama leik. En við vissum þó alveg hvað við þyrftum að gera til að ná úrslitum sem gekk þó ekki í dag."

Viðtalið við Ingunni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar talar hún meðal annars um botnbaráttuna og hvað þarf að gerast hjá liðinu í næstu leikjum til að þær fari að safna stigum.


Athugasemdir
banner
banner