Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. september 2021 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur stutt í það að Orri Steinn komi upp í aðalliðið
Orri Steinn í leik með unglingaliði FCK.
Orri Steinn í leik með unglingaliði FCK.
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að raða inn mörkum með unglingaliði FC Kaupmannahafnar.

Hann er í U19 landsliði Íslands þessa stundina, en liðsfélagi hans hjá FCK, Hákon Arnar Haraldsson, er í U21 landsliðinu. Hákon er í aðalliðshópi FCK og hann telur stutt í að Orri, sem er árinu yngri - 17 ára - verði kominn þangað.

„Ég og Orri erum búnir að vera saman þarna í tvö ár og við erum bara bestu vinir. Svo er gott að fá Andra (Fannar Baldursson) og Ísak (Bergmann Jóhannesson). Ég þekki þá báða mjög vel og þetta verður veisla," sagði Hákon fyrir æfingu U21 landsliðsins í dag.

„Orri er búinn að vera geggjaður og skorar nánast í hverjum einasta leik. Það er stutt í það (að hann verði kominn í aðalliðið)."

Það var annar Skagamaður að semja við FCK, Ísak Bergmann. Hákon segist þekkja Ísak mjög vel.

„Við þekkjumst mjög vel. Það má segja að við séum bestu vinir. Við ólumst upp saman og spiluðum upp alla yngri flokkana. Það er mjög gott að fá hann," sagði Hákon en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Hákon skoraði tvö í fyrsta leik: Svo kannski vinna EM bara
Athugasemdir
banner
banner
banner