sun 06. október 2019 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta var slæmur dagur
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, í samtali við Sky Sports eftir tap gegn Úlfunum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

City tapaði leiknum 2-0 og er núna átta stigum frá Liverpool fyrir landsleikjahlé.

„Við byrjuðum vel, við vildum vera þolinmóðir vegna þess að við vitum hversu vel þeir verjast. Við leyfðum þeim að hlaupa tvisvar, urðum stressaðir og árangur okkar í að skapa færi var ekki góður. Við áttum í vandræðum með þá í skyndisóknum undir lokin. Þetta var slæmur dagur."

„Þeir verjast. Þeir verjast og spila löngum boltum, þeir reyna svo að beita skyndisóknum. Þeir eru líkamlega sterkir og við vitum hversu góðir þeir eru. Við vitum um gæði þeirra og vitum hvernig þeir skora mörk. Við vorum ekki skipulagðir og misstum boltann á stöðum þar sem við máttum ekki missa hann."

„Við ætlum að koma aftur og reyna," sagði Guardiola, en eins og áður segir þá er lið hans núna átta stigum frá toppnum.

Áttunda umferð deildarinnar er við það að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner