Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. október 2020 21:00
Victor Pálsson
Segir Arsenal hafa fengið Partey á gjafaverði
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, er mjög hrifinn af kaupum liðsins á miðjumanninum Thomas Partey en hann kom frá Atletico Madrid í gær.

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, er mjög hrifinn af kaupum liðsins á miðjumanninum Thomas Partey en hann kom frá Atletico Madrid í gær.

Partey er varnarliggjandi miðjumaður en enska félagið hefur sýnt honum áhuga í marga mánuði.

Lokadagur félagaskiptagluggans var í gær og tókst Arsenal loksins að krækja í sinn mann áður en hann lokaði.

„Thomas Partey er toppleikmaður. Ég datt næstum úr stólnum þegar ég heyrði 45 milljónir punda, það er ekki há upphæð fyrir svona gæðaleikmann," sagði Merson.

„Hann kemur með aga til félagsins. Þegar kemur að því þá er Atletico Madrid örugglega eitt það sterkasta í Evrópu. Hann er ekki miðjumaður sem hleypur út um allt en er með aga og ég held að þetta séu frábær kaup."

„Ég held að Mikel Arteta sé að reyna að losna við leikmenn sem taka ekki þátt, hann vill ekki sjá þá hanga utan í liðinu. Mér líkar við það sem Arsenal er að gera."

Athugasemdir
banner
banner