Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 08:40
Elvar Geir Magnússon
Njósnarar Man City fylgdust með Ricci - „Verð að halda mér á jörðinni“
Mun City kaupa Ricci í janúarglugganum?
Mun City kaupa Ricci í janúarglugganum?
Mynd: Getty Images
Njósnarar frá Manchester City voru í stúkunni þegar Inter vann 3-2 sigur gegn Torino. Þeir voru mættir til að fylgjast með Samuele Ricci, 23 ára miðjumanni Torino.

Talað hefur verið um að Ricci sé mögulegur kostur til að fylla skarð Rodri sem verður frá út tímabilið vegna hnémeiðsla.

„Ég er farinn að skilja það að í fótboltaheiminum þá fara af stað alls konar sögusagnir um leið og þú spilar vel. Það er gaman að vera orðaður við stór félög en ég verð að halda mér á jörðinni. Ég veit að það eru margir þættir sem ég get bætt mig í," segir Ricci.

Ricci á fimm landsleiki fyrir Ítalíu. Les hann sjálfur þessar fréttir sem eru skrifaðir um hann, sérstaklega þegar verið er að tala um áhuga annarra félaga?

„Ég sé þær. Vinir mínir senda mér stundum greinar. Ég vil samt einbeita mér að því sem gerist inni á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner