Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 06. desember 2023 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur lagði upp í sigri á Orra - Kristiansund þarf kraftaverk
Stefán Teitur er að gera góða hluti í Danmörku
Stefán Teitur er að gera góða hluti í Danmörku
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson lagði upp seinna mark Silkeborg í 2-0 sigri á FCK í danska bikarnum á Parken í kvöld.

Tveir Íslendingar byrjuðu leikinn. Stefán Teitur var í liði Silkeborg á meðan Orri Steinn Óskarsson fékk tækifærið hjá FCK.

Gestirnir í Silkeborg komust yfir undir lok fyrri hálfleiks og þá lagði Stefán Teitur upp annað markið þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.

Fyrsta stoðsending hans á tímabilinu, en þar að auki er hann með fimm deildarmörk.

Síðari leikurinn í 8-liða úrslitunum fer fram eftir þrjá daga á heimavelli Silkeborg.

Brynjólfur Andersen Willumsson og hans menn í Kristiansund eru ekki í neitt sérstaklega góðum málum í umspilinu um sæti í norska úrvalsdeildina.

Liðið tapaði fyrir Vålerenga í dag, 2-0, en liðin mætast í síðari leiknum á heimavelli Vålerenga. Kristiansund þarf því kraftaverk til að komast upp í deild þeirra bestu. Brynjólfur spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald.

Síðari leikurinn fer fram 10. desember.
Athugasemdir
banner
banner