Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Getum ekki hugsað um titilinn
Mynd: EPA
Arsenal getur náð átta stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Liverpool á morgun eftir jafntefli Man City gegn Brighton í kvöld. Pep Guardiola er ekki upptekinn af stöðunni.

„Ef við vinnum ekki leiki getum við ekki hugsað um titilinn. Við náðum í frábær úrslit gegn Nottingham Forest, það var erfiður leikur, við spiluðum mjög vel," sagði Guardiola.

Hinn tvítugi Max Alleyne spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið með Abdukodir Khusanov í vörninni í fjarveru Ruben Dias, Josko Gvardiol og John Stones. Alleyne var kallaður til baka úr láni frá Watford á dögunum.

„Þeir spiluðu einstaklega vel. Khusanov er ótrúlegur, hjálpaði okkur með langa bolta aftur fyrir vörnina. Hann getur stjórnað allri línunni, hann er svo hraður," sagði Guardiola.

„Max var á sinni fyrstu æfingu í gær. Ég þakka Watford fyrir að þeir hjálpuðu honum mikið að vaxa sem fótboltamaður. Hann var í svolitlum vandræðum varnarlega en virkilega flottur á boltanum. Hann missti af einum bolta en restin til fyrirmyndar. Því miður gátum við ekki tryggt honum fyrsta sigurinn í úrvalsdeildinni en hann mun eiga marga í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner