Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 07. febrúar 2021 16:49
Victor Pálsson
Þýskaland: Frankfurt með góðan sigur - Silva kominn með 16 mörk
Hoffenheim 1 - 3 Frankfurt
0-1 Filip Kostic('15)
1-1 Ihlas Bebou('47)
1-2 Obite Evan N'Dicka('62)
1-3 Andre Silva('64)

Það fór fram einn leikur í Þýskalandi í dag en það var viðureign Hoffenheim og Eintracht Frankfurt á heimavelli þess fyrrnefnda.

Það var boðið upp á ansi skemmtilegan leik í dag en tveir leikir áttu upphaflega að fara fram en þeim seinni var frestað.

Ástand vallarins hjá Arminia Bielefeld var ekki boðlegt og var leik liðsins við Werder Bremen frestað. Hann átti að hefjast 17:00.

Í leiknum sem fór fram hafði Frankfurt betur gegn Hoffenheim en lokatölur urðu 1-3 fyrir útiliðinu.

Andre Silva hefur verið frábær fyrir Frankfurt á tímabilinu og komst hann á blað til að gera sitt 16. mark á tímabilinu. Aðeins Robert Lewandowski hefur gert fleiri eða 24.

Frankfurt er í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn en Hoffenheim situr í því 12 eftir töp í síðustu tveimur leikjum sínum.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir