Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Starfsfólk Barca í uppnámi: Ekkert upplýsingaflæði
Mynd: Getty Images
Starfsfólk Barcelona er mjög ósátt með starfsaðferðir félagsins á meðan kórónuveiran herjar á Spán líkt og önnur lönd víða um heim.

Spænsk stjórnvöld eru með neyðarúrræði, sem kallast ERTE, fyrir fyrirtæki sem geta ekki greitt starfsfólki laun. ERTE virkar þannig að starfsfólk er sent beint á atvinnuleysisbætur og fær því pening beint úr ríkiskassanum líkt og hefur verið gert á Englandi.

Leikmenn Barca hafa tekið á sig 70% launaskerðingu til að hjálpa félaginu að borga laun starfsmanna og ríkir mikil ringulreið og óvissa meðal starfsmanna félagsins.

„Við erum í miklu uppnámi með hegðun félagsins í þessu máli. Upplýsingaflæðið er ekkert og það eru engar samningsviðræður í gangi á milli aðila. Það er lygi," segir talsmaður starfsfólks Barca sem þarf að nýta sér ríkisaðstoðina.

„Það eru engin samskipti á milli stjórnenda og starfsmanna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner