Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 07. apríl 2020 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi um Helga Sig: Þetta var búið á fimm sekúndum
Stefán Logi Magnússon er gestur vikunnar í Miðjunni á Fótbolta.net.
Stefán Logi Magnússon er gestur vikunnar í Miðjunni á Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi Magnússon er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net. Í þættinum segist hann vera hættur í fótbolta en hann lék með Fylki á síðasta tímabili.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Í ágúst í fyrra kom upp atvik eftir 2 - 1 tapleik liðsins gegn FH í Kaplakrika þar sem honum lenti saman við Helga Sigurðsson þjálfara liðsins. Stefán Logi segir að of mikið hafi verið gert úr atvikinu í fyrra og sagði frá því sem gerðist í þættinum.

„Það sem gerist er að það er mikill hiti í leikmönnum og þjálfarateyminu. Við erum þarna með leikinn í höndunum en svo er eitthvað um pústra síðustu mínúturnar úti á vellinum og við töpum leiknum. Þarna var liðið í dauðaséns að blanda sér í toppbaráttuna," sagði Stefán Logi.

„Eftir að leikurinn er flautaður af förum við inn og það sýður á mér eins og mörgum öðrum. Ég segi ekki neitt og Helgi ekkert annað en að hann er svekktur. Svo þegar við komum inn í klefa finnst mér hann fara aðeins yfir strikið," sagði Stefán Logi sem gekk í raðir félagsins á miðju tímabili eftir að Aron Snær Friðriksson markvörður meiddist.

„Hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara að axla ábyrgð sem ég taldi mig hafa gert með því að stíga inn og reyna að hjálpa félaginu á erfiðum tímum. Á móti kemur að þetta var búið á fimm sekúndum," sagði Stefán Logi.

„Ég segi fátt en þó 'ertu að grínast?' og spyr hvort hann vilji ekki klára þetta? Þetta var blásið upp og þó ég hafi gripið í hálsmálið á honum er það ekki eins og ég hafi verið að kýla einhvern. Það er alvarlegt þegar fjölmiðlar mála það upp að ég sé ofbeldismaður. Það er ekki gaman fyrir mína nánustu, börnin mín og fleiri. Hlutur sem klárast á fimm sekúndum verður að dramatík."
Miðjan - Stefán Logi: Strokubarnið sem samdi við Bayern Munchen
Athugasemdir
banner
banner
banner