„Þetta var bara þannig að það var innkast seint í leiknum og við erum í hápressu. Ég er að dekka Aron, hann reynir að losa sig einu sinni, ég held í hann aðeins og hann verður pirraður, stoppar og keyrir í mig í seinna skiptið."
Þetta segir Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, um hans upplifun á atvikinu sem varð til þess að Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, fékk að líta rauða spjaldið seint í leik KA og KR á Greifavellinum í gær.
Atvikið átti sér stað á 88. mínútu á vallarhelmingi KR. KA menn voru að pressa innkast og Aron var að reyna losa sig til að geta fengið boltann frá Róberti Elís Hlynssyni sem hélt á boltanum. Atvikið átti sér stað beint fyrir framan varamannabekk KA sem lét vel heyra í sér. Aron var sýnilega vonsvikinn og mótmælti lítið.
Þetta segir Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, um hans upplifun á atvikinu sem varð til þess að Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, fékk að líta rauða spjaldið seint í leik KA og KR á Greifavellinum í gær.
Atvikið átti sér stað á 88. mínútu á vallarhelmingi KR. KA menn voru að pressa innkast og Aron var að reyna losa sig til að geta fengið boltann frá Róberti Elís Hlynssyni sem hélt á boltanum. Atvikið átti sér stað beint fyrir framan varamannabekk KA sem lét vel heyra í sér. Aron var sýnilega vonsvikinn og mótmælti lítið.
Lestu um leikinn: KA 2 - 2 KR
En hvernig fer hann í þig, getur þú lýst því?
„Ég held það sjáist bara ágætlega á myndbandsupptöku," segir Andri Fannar. Atvikið náðist ekki í útsendingu á Stöð 2 Sport frá leiknum en náðist á myndavél KA og verður það myndskeið sýnt í Stúkunni í kvöld. Fréttamaður hefur ekki séð atvikið þegar þetta er skrifað.
Skildir þú Aron í augnablikinu, áttaðir þig á því á hann var örugglega pirraður á þér, en þetta réttlætir ekki hvað hann gerði?
„Þú orðar þetta bara vel. Það var búið að vera mikið í gangi í leiknum og ég get ímyndað mér að þeir hafi fundist þeir eiga vera komnir yfir, voru búnir að fá góð færi, og það spilaði örugglega eitthvað inn í þetta. En svona er ekki í lagi í fótbolta."
Andri Fannar segir að KA menn séu þokkalega sáttir með leikinn og stigið.
„Við hefðum auðvitað viljað vinna, heimaleikur og svona. En miðað við meiðslabras í vetur og KR er með hörku flott lið, þá er stig ekki hræðilegt, þótt við hefðum viljað taka þrjú. Mér fannst við gera vel í því að koma til baka eftir helvíti ódýrt fyrsta mark hjá þeim. Það var klaufalegt hjá okkur að halda ekki út hálfleikinn (með 2-1 stöðu), þétta okkur í seinni hálfleik og klára þetta. Þetta var góður leikur," sagði Andri Fannar að lokum.
Athugasemdir