Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
   sun 06. apríl 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði jafntefli gegn KR í fyrsta leik liðanna í Bestu deildinni á þessu tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson eftir leikinn.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Sköpuðum 4-5 dauðafæri og skorum tvö mörk. Við gáfum eitt ódýrt mark og hitt kemur eftir innkast og við erum ekki búnir að stilla upp og Jói skorar frábært mark," sagði Haddi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, fengu báðir rautt spjald í leiknum.

„Bæði mjög eðlileg og rétt. Hann ákveður að teika okkar mann þegar við erum að fara í skyndisókn og er á gulu spjaldi, augljóst rautt spjald. Svo gefur hann okkur olnbogaskot þegar það er innkast. Mér fannst þetta líta verr út þegar ég sá þetta á myndbandsupptöku. Ég reikna með því að allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum," sagði Haddi.

Haddi er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Víkingum á útivelli.

„Ég veit hvað í okkur býr. Þó að einhverjir voru að koma til baka eftir að hafa verið meiddir þá voru þeir flottir í dag. Hópurinn mun styrkjast ennþá meira fyrir Víkings leikinn. Okkur hefur gengið vel á móti Víking undanfarið, síðustu tvo leiki höfum við unnið þá samanlagt 3-0. Nú er nýtt ár og þeir vilja vissulega hefna fyrir það en við mætum með sjálfstraust og gíraðir eftir að hafa séð í dag að við litum út eins og við viljum líta út," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner