Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 06. apríl 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA gerði jafntefli gegn KR í fyrsta leik liðanna í Bestu deildinni á þessu tímabili. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson eftir leikinn.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Sköpuðum 4-5 dauðafæri og skorum tvö mörk. Við gáfum eitt ódýrt mark og hitt kemur eftir innkast og við erum ekki búnir að stilla upp og Jói skorar frábært mark," sagði Haddi.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, fengu báðir rautt spjald í leiknum.

„Bæði mjög eðlileg og rétt. Hann ákveður að teika okkar mann þegar við erum að fara í skyndisókn og er á gulu spjaldi, augljóst rautt spjald. Svo gefur hann okkur olnbogaskot þegar það er innkast. Mér fannst þetta líta verr út þegar ég sá þetta á myndbandsupptöku. Ég reikna með því að allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum," sagði Haddi.

Haddi er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Víkingum á útivelli.

„Ég veit hvað í okkur býr. Þó að einhverjir voru að koma til baka eftir að hafa verið meiddir þá voru þeir flottir í dag. Hópurinn mun styrkjast ennþá meira fyrir Víkings leikinn. Okkur hefur gengið vel á móti Víking undanfarið, síðustu tvo leiki höfum við unnið þá samanlagt 3-0. Nú er nýtt ár og þeir vilja vissulega hefna fyrir það en við mætum með sjálfstraust og gíraðir eftir að hafa séð í dag að við litum út eins og við viljum líta út," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner