Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   sun 06. apríl 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það af fenginni reynslu að það er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og spila, KA menn eru með massívt og reynslumikið lið. Ef ég horfi á þetta út frá stigasöfnun þá get ég ekki annað en verið sáttur með stigið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Óskari fannst sínir menn heldur stressaðir á köflum og var svekktur að þeir hafi ekki getað sýnt sparihliðarnar oftar eins og hann orðaði það.

„Mér fannst sú staðreynd að þetta væri opnunarleikurinn okkar í Bestu deildinni stjórna okkur. Mér fannst við stressaðir og taugatrektir. Þegar þú ert stressaður þá hefur þú tilhneygingu til að flækja hlutina frekar en að einfalda þá. Mér fannst við stjórnast af stemningunni í leiknum," sagði Óskar Hrafn.

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fengu báðir rautt í leiknum. Óskar Hrafn skildi ákvörðunina að reka Hjalta af velli en sá ekki atvikið þegar Aron var rekinn af velli.

„Ég vona Jóhanns Inga vegna að hann hafi verið með þetta rétt. Ef hann er með þetta rétt þá bara ekkert mál og áfram gakk. Ef hann er ekki með þetta rétt þá verður óþægilegt fyrir hann að horfa í spegilinn í kvöld þegar hann er að bursta tennurnar og horfast í augu við samviskuna sína," sagði Óskar Hrafn.

„Ég er samt hugsi miðað við hvernig leikurinn spilaðist, hvað KA menn voru fastir fyrir, að við höfum endað níu inn á vellinum en þeir ellefu. Miðað við línuna þá hefði maður ekkert verið hissa þótt einhver hefði fokið út af hjá þeim líka."
Athugasemdir
banner