Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
banner
   sun 06. apríl 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það af fenginni reynslu að það er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og spila, KA menn eru með massívt og reynslumikið lið. Ef ég horfi á þetta út frá stigasöfnun þá get ég ekki annað en verið sáttur með stigið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Óskari fannst sínir menn heldur stressaðir á köflum og var svekktur að þeir hafi ekki getað sýnt sparihliðarnar oftar eins og hann orðaði það.

„Mér fannst sú staðreynd að þetta væri opnunarleikurinn okkar í Bestu deildinni stjórna okkur. Mér fannst við stressaðir og taugatrektir. Þegar þú ert stressaður þá hefur þú tilhneygingu til að flækja hlutina frekar en að einfalda þá. Mér fannst við stjórnast af stemningunni í leiknum," sagði Óskar Hrafn.

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fengu báðir rautt í leiknum. Óskar Hrafn skildi ákvörðunina að reka Hjalta af velli en sá ekki atvikið þegar Aron var rekinn af velli.

„Ég vona Jóhanns Inga vegna að hann hafi verið með þetta rétt. Ef hann er með þetta rétt þá bara ekkert mál og áfram gakk. Ef hann er ekki með þetta rétt þá verður óþægilegt fyrir hann að horfa í spegilinn í kvöld þegar hann er að bursta tennurnar og horfast í augu við samviskuna sína," sagði Óskar Hrafn.

„Ég er samt hugsi miðað við hvernig leikurinn spilaðist, hvað KA menn voru fastir fyrir, að við höfum endað níu inn á vellinum en þeir ellefu. Miðað við línuna þá hefði maður ekkert verið hissa þótt einhver hefði fokið út af hjá þeim líka."
Athugasemdir
banner