Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 06. apríl 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það af fenginni reynslu að það er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og spila, KA menn eru með massívt og reynslumikið lið. Ef ég horfi á þetta út frá stigasöfnun þá get ég ekki annað en verið sáttur með stigið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Óskari fannst sínir menn heldur stressaðir á köflum og var svekktur að þeir hafi ekki getað sýnt sparihliðarnar oftar eins og hann orðaði það.

„Mér fannst sú staðreynd að þetta væri opnunarleikurinn okkar í Bestu deildinni stjórna okkur. Mér fannst við stressaðir og taugatrektir. Þegar þú ert stressaður þá hefur þú tilhneygingu til að flækja hlutina frekar en að einfalda þá. Mér fannst við stjórnast af stemningunni í leiknum," sagði Óskar Hrafn.

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fengu báðir rautt í leiknum. Óskar Hrafn skildi ákvörðunina að reka Hjalta af velli en sá ekki atvikið þegar Aron var rekinn af velli.

„Ég vona Jóhanns Inga vegna að hann hafi verið með þetta rétt. Ef hann er með þetta rétt þá bara ekkert mál og áfram gakk. Ef hann er ekki með þetta rétt þá verður óþægilegt fyrir hann að horfa í spegilinn í kvöld þegar hann er að bursta tennurnar og horfast í augu við samviskuna sína," sagði Óskar Hrafn.

„Ég er samt hugsi miðað við hvernig leikurinn spilaðist, hvað KA menn voru fastir fyrir, að við höfum endað níu inn á vellinum en þeir ellefu. Miðað við línuna þá hefði maður ekkert verið hissa þótt einhver hefði fokið út af hjá þeim líka."
Athugasemdir
banner
banner