Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   sun 06. apríl 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það af fenginni reynslu að það er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og spila, KA menn eru með massívt og reynslumikið lið. Ef ég horfi á þetta út frá stigasöfnun þá get ég ekki annað en verið sáttur með stigið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Óskari fannst sínir menn heldur stressaðir á köflum og var svekktur að þeir hafi ekki getað sýnt sparihliðarnar oftar eins og hann orðaði það.

„Mér fannst sú staðreynd að þetta væri opnunarleikurinn okkar í Bestu deildinni stjórna okkur. Mér fannst við stressaðir og taugatrektir. Þegar þú ert stressaður þá hefur þú tilhneygingu til að flækja hlutina frekar en að einfalda þá. Mér fannst við stjórnast af stemningunni í leiknum," sagði Óskar Hrafn.

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fengu báðir rautt í leiknum. Óskar Hrafn skildi ákvörðunina að reka Hjalta af velli en sá ekki atvikið þegar Aron var rekinn af velli.

„Ég vona Jóhanns Inga vegna að hann hafi verið með þetta rétt. Ef hann er með þetta rétt þá bara ekkert mál og áfram gakk. Ef hann er ekki með þetta rétt þá verður óþægilegt fyrir hann að horfa í spegilinn í kvöld þegar hann er að bursta tennurnar og horfast í augu við samviskuna sína," sagði Óskar Hrafn.

„Ég er samt hugsi miðað við hvernig leikurinn spilaðist, hvað KA menn voru fastir fyrir, að við höfum endað níu inn á vellinum en þeir ellefu. Miðað við línuna þá hefði maður ekkert verið hissa þótt einhver hefði fokið út af hjá þeim líka."
Athugasemdir
banner