Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 06. apríl 2025 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það af fenginni reynslu að það er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og spila, KA menn eru með massívt og reynslumikið lið. Ef ég horfi á þetta út frá stigasöfnun þá get ég ekki annað en verið sáttur með stigið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 KR

Óskari fannst sínir menn heldur stressaðir á köflum og var svekktur að þeir hafi ekki getað sýnt sparihliðarnar oftar eins og hann orðaði það.

„Mér fannst sú staðreynd að þetta væri opnunarleikurinn okkar í Bestu deildinni stjórna okkur. Mér fannst við stressaðir og taugatrektir. Þegar þú ert stressaður þá hefur þú tilhneygingu til að flækja hlutina frekar en að einfalda þá. Mér fannst við stjórnast af stemningunni í leiknum," sagði Óskar Hrafn.

Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fengu báðir rautt í leiknum. Óskar Hrafn skildi ákvörðunina að reka Hjalta af velli en sá ekki atvikið þegar Aron var rekinn af velli.

„Ég vona Jóhanns Inga vegna að hann hafi verið með þetta rétt. Ef hann er með þetta rétt þá bara ekkert mál og áfram gakk. Ef hann er ekki með þetta rétt þá verður óþægilegt fyrir hann að horfa í spegilinn í kvöld þegar hann er að bursta tennurnar og horfast í augu við samviskuna sína," sagði Óskar Hrafn.

„Ég er samt hugsi miðað við hvernig leikurinn spilaðist, hvað KA menn voru fastir fyrir, að við höfum endað níu inn á vellinum en þeir ellefu. Miðað við línuna þá hefði maður ekkert verið hissa þótt einhver hefði fokið út af hjá þeim líka."
Athugasemdir
banner
banner