Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 07. maí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pape Mamadou Faye í Tindastól (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye er genginn í raðir Tindastóls og mun leika með liðinu í 3. deildinni í sumar.

Pape fær leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik liðsins gegn KFG á sunnudag. Fyrsta umferð deildarinnar fer fram á morgun og á sunnudag.

Hinn þrítugi Pape er uppalinn í Fylki, en hefur einnig leikið með Leikni Reykjavík, Grindavík, Víkingi Reykjavík, Vestra (þá BÍ/Bolungarvík), Víkingi Ólafsvík og Þrótti Vogum á sínum ferli hér á landi.

Pape spilaði síðast fótbolta hér á landi sumarið 2019 með Þrótti Vogum. Hann ætlaði sér ekki að spila fótbolta það sumar þar sem hann var ekki heill heilsu. Hann átti að fara í aðgerð en sú aðgerð frestaðist út af tryggingamálum.

Pape fór til Færeyja og þaðan til Senegal. Á dögunum mætti hann aftur til Íslands og vildi komast að hjá liði í Lengjudeildinni.

Hann var í ítarlegu viðtali á dögunum, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson ræddi við hann og birti í kjölfarið hér á Fótbolti.net

Viðtalið við Pape:
„Voru fyrst til að segja að ég væri feitur og fyrst til að segja að ég væri tilbúinn"

Athugasemdir
banner
banner