Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Fiorentina og West Ham: Bowen maður leiksins
Mynd: EPA

West Ham er Sambandsdeildarmeistari árið 2023 eftir sigur á Fiorentina í úrslitum í Prag í kvöld.


Said Benrahma og Jarrod Bowen skoruðu mörk West Ham en Giacomo Bonaventura skoraði mark Fiorentina í 2-1 sigri enska liðsins.

Jarrod Bowen var í baráttunni þegar fyrirliðinn Cristiano Biraghi sló boltann og fékk á sig vítaspyrnu sem Benrahma skoraði úr. Bowen var valinn maður leiksins af Sky Sports.

Hann fær átta í einkunn rétt eins og Nayef Aguerd, Declan Rice og Lucas Paqueta.

Bonaventura fær einnig átta hjá Fiorentina.

Fiorentina: Terracciano (6), Dodo (7), Milenkovic (7), Ranieri (6), Biraghi (7), Amrabat (7), Mandragora (7), Kouame (6), Bonaventura (8), Gonzalez (7), Jovic (6).

Subs: Cabral (7), Saponara (6), Igor (6), Barak (6)

West Ham: Areola (7), Coufal (7), Zouma (7), Aguerd (8), Emerson (7), Soucek (7), Rice (8), Paqueta (8), Bowen (8), Antonio (7), Benrahma (7).

Subs: Kehrer (7), Fornals (6), Ogbonna (6).


Athugasemdir
banner
banner