Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Lít ekki á mig sem goðsögn
Mynd: EPA

David Moyes getur skrifað nafn sitt í sögubækur West Ham takist honum að leiða lið sitt til sigurs í Sambandsdeildinni í kvöld.


Liðið mætir Fiorentina í úrslitum í Prag en hann gæti orðið þriðji stjóri Lundúnarliðsins til að vinna titil.

Ron Greenwood stýrði liðinu sem vann FA bikarinn tímabilið 1963/64 og fór svo og vann Evrópukeppni bikarhafa árið 1964. John Lyall vann FA bikarinn tvisvar, síðast árið 1980.

„Ég lít ekki öðruvísi á mig en einhvern annan í þessu herbergi. Ég er heppinn og þakklátur, það eru forréttindi að fá tækifæri til að vera fótbolta stjóri og fá tækifæri til að fara svona langt á mínum ferli og vera á þessu sviði," sagði Moyes.

„Þetta er einstakt. Ég lít ekki á mig sem goðsögn eða eitthvað svoleiðis. Ég vil vera þekktur sem stjóri og sá sem tekur starfi sínu alvarlega og reynir að gera það besta sem maður getur í hverri viku."


Athugasemdir
banner
banner
banner