Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   þri 07. júlí 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Bjarni Viðars spáir í leiki vikunnar á Englandi
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Boltinn heldur áfram að rúlla í enska boltanum í kvöld, morgun og fimmtudag. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur í enska boltanum hjá Símanum, spáir í leikina að þessu sinni.



Watford 3 - 2 Norwich (17:00 í dag)
Ég sem hafði mikla trú á að Farke myndi koma sínum mönnum í alvöru stand í Covid pásunni, virðast einnig lítið hafa unnið í varnarleik liðsins og sjálfstraust er rock bottom. Big Nigel Pearson rífur sína menn upp í 31 stig með 3-2 sigri.

Crystal Palace 0 - 2 Chelsea (17:00 í dag)
Chelsea lokar á Zaha, Ayew og Townsend og tekur þægilegan 0-2 útisigur í þessum Lundúnaslag. Staða liðanna í deild hefur mikil áhrif á þennan leik, Palace saddir um miðja deild, leikmenn Chelsea að elta CL bónusinn sem er veglegur.

Arsenal 2 - 2 Leicester (19:15 í kvöld)
2-2 á Emirates, Arteta leggur leikinn virkilega vel upp í fyrri hálfleik en Norður Írinn Brendan Rodgers svarar í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Maddison.

West Ham 2 - 0 Burnley (17:00 á morgun)
Minn gamli stjóri David Moyes veit hvað hann syngur þessa dagana, 4 stig af 6 í síðustu tveimur. Antonio og Bowen að tengja vel, gera það aftur og 2-0 heimasigur sem fer langt með að bjarga West Ham.

Sheffield United 0 - 0 Wolves (17:00 á morgun)
Steindautt 0-0 jafntefli á Bramall Lane, gerir lítið fyrir bæði lið. Leikur markvarðanna Henderson og Patricio.

Manchester City 5 - 0 Newcastle (17:00 á morgun)
5-0 heimasigur, vilja hefna 2-2 jafnteflis fyrr á þessu tímabili. Gabriel Jesus með 3.

Brighton 1 - 3 Liverpool (19:15 á morgun)
Brighton ennþá á bleiku skýi eftir sigurinn á Norwich, Englandsmeistararnir komnir á fínt skrið og að elta 100 stiga metið sem yrði magnað afrek.

Bournemouth 3 - 1 Tottenham (17:00 á fimmtudag)
Gæðin og sjálfstraustið hjá Bournemouth lítið þessa stundina. Án Callum Wilson annan leikinn í röð, en ég ætla vera djarfur hér og spá þeim 3-1 sigri á Vitality vellinum á Suðurströndinni. Risa 3 stig í fallbaráttunni.

Everton 2 - 1 Southampton (17:00 á fimmtudag)
Mikið af leikmönnum Everton að spila upp á framtíð sína, þrátt fyrir að Marcel Brands yfirmaður knattspyrnumála hafi sagt það í viðtali við De Telegraaf að Everton myndi ekki kaupa mikið í sumar v/Covid þá er Carlo Ancelotti þjálfari og honum var lofað ákveðnum hlutum. 2-1 heimasigur, Danny Ings með mark Southampton.

Aston Villa 0 - 2 Manchester United (19:15 á morgun)
Því miður fyrir stuðningsmannaklúbb Aston Villa á Íslandi þá er lítið að fara gerast fyrir þá á Villa Park, vonleysi í andlitinu á Dean Smith og John Terry. 0-2 þar sem Rashford skorar bæði. Ole Gunnar að byggja upp alvöru lið.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Sigurður Hrannar Björnsson (7 réttir)
Arnþór Ingi Kristinsson 6 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner