Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. júní 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Sigurður Hrannar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sigurður Hrannar Björnsson.
Sigurður Hrannar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lindelöf er í uppáhaldi hjá Didda.
Lindelöf er í uppáhaldi hjá Didda.
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi
Matteo Guendouzi
Mynd: Getty Images
Adama Traore
Adama Traore
Mynd: Getty Images
Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður KR, fékk sex rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK, var öflugur í 3-0 sigri liðsins á KR á laugardag. Sigurður Hrannar spáir í leiki vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.



Leicester 2 - 0 Brighton (17:00 í dag)
Þetta verður walk in the park fyrir Söyüncü og félaga. Ndidi nafni minn verður með tvennu í þessum leik.

Tottenham 3 – 1 West Ham (19:15 í kvöld)
Ég held það rjúki enn úr eyrunum á JM eftir að Jon Moss benti á punktinn í annað sinn í United leiknum, ég vissi ekki hvert gæinn ætlaði. Green street hooligans mega ekki mæta á leikinn, þannig þetta verður andlaust hjá West Ham. Engar sápukúlur. Bergwijn, Kane og Aurier skora fyrir Tottenham á meðan Declan Rice hnoðar einu inn fyrir West Ham eftir horn.

Manchester United 2 - 1 Sheffield United (17:00 á morgun)
Þeir sem þekkja mig vita að ég er einhver stærsti Victor Lindelof stuðningsmaður landsins, ef hann spilar ekki þá nenni ég varla að horfa. McBurnie setur eitt á fyrstu fimm mínútunum og kemur Sheffield yfir. Fernandes jafnar og síðan kemur Greenwood inn á og tryggir sigurinn fyrir mína menn.

Newcastle 0 - 0 Aston Villa (17:00 á morgun)
Þetta verður eitthvað slappasta 0-0 jafntefli í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Wolves 2 - 0 Bournemouth (17:00 á morgun)
Hinn spænski Birkir Valur eða betur þekktur sem Adama Traoré verður líflegur hér. Skorar og leggur upp eitt fyrir Jota.

Norwich 0 - 1 Everton (17:00 á morgun)
Elsku Gylfi okkar setur hann viðstöðulaust með sköflungnum eftir slæma hreinsun hjá Norwich mönnum. Pickford fær krampa í kringum 70. mínútu eftir eina pílu upp völlinn.

Liverpool 4 - 1 Crystal Palace (19:15 á morgun)
Þetta verður hrottalegt burst og ég veit ekki einu sinni hverjir skora. Það verða komin fjögur mörk á töfluna hjá Liverpool áður en við vitum af. Sadio Mané setur síðan Jordan Henderson loksins í close friends á Instagram eftir leik.

Southampton 2 - 2 Arsenal (17:00 á fimmtudag)
Þetta er búin að vera hrikalega erfið post covid byrjun hjá Arsenal. Ég hef ekki mikla trú á þeim í þessum leik en ég þekki marga góða Arsenal menn þannig ég gef þeim eitt stig út úr þessum leik. Ég er rosalega hrifinn af Guendouzi og ég spái því hann mæti með fastar fléttur og uppskeri eftir því.

Burnley 2 - 1 Watford (17:00 á fimmtudag)
Þetta verður leikur af elsta skólanum, Sean Dyche ætlar að múra fyrir og sækja hratt eftir afhroðið á móti City. Það verða bara skoruð mörk úr föstum leikatriðum í þessum leik. Stíga þarf síðan Nigel & Sean í sundur fyrir utan búningsklefana í hálfleik. Verða báðir upp í stúku allan seinni hálfleik.

Chelsea 0 - 2 Manchester City (19:15 á fimmtudag)
Aguero er meiddur og hrikalega óvænt þá verður Jón Arnar Barðdal í byrjunarliði Man City. Phil Foden skorar fyrsta mark leiksins og síðan er það refurinn David Silva sem tryggir þetta.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Arnþór Ingi Kristinsson (6 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner