Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 06. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Auddi vonast eftir sigri hjá sínum mönnum í grannaslagnum.
Auddi vonast eftir sigri hjá sínum mönnum í grannaslagnum.
Mynd: Getty Images
Liverpool kemst aftur á sigurbraut samkvæmt spá Auðuns.
Liverpool kemst aftur á sigurbraut samkvæmt spá Auðuns.
Mynd: Getty Images
Vilhjálmur Freyr Hallsson í Steve Dagskrá var með tvo rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi í síðustu viku.

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann verður með útvarpsþáttinn FM95Blö á sínum stað á FM957 í dag.



Liverpool 3 - 1 Bournemouth (12:30 á morgun)
Ég viðurkenni að síðustu leikir Liverpool hafa verið að gleðja mig. Ég er nokkuð viss um að þeir komi til baka í þessum leik og vinni 3-1.

Arsenal 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Það er eins og Arsenal hafi verið í keppni við United á þessu tímabili hvorir eru meiri aumingjar. Vonandi skorar Aubameyang ekki því ég hætti við á síðustu stundu að kaupa hann í Fantasy.

Crystal Palace 1 - 1 Watford (15:00 á morgun)
Þetta er væntanlega sjónvarpsleikurinn.

Sheffield United 1 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Ég vona að Lundstram byrji ekki inn á því hann hefur ekki byrjað síðustu leiki og ég er með hann bekkjaðan í Fantasy.

Southampton 1 - 2 Newcastle (15:00 á morgun)
Sörinn og Newcastle menn eru á smá runni. Steve Bruce er að koma með líf í norðrinu. King of the north eins og þeir kalla hann núna.

Wolves - Brighton (15:00 á morgun)
Úlfarnir vinna þetta 2-0. Jimenez og Jota með mörkin.

Burnley 1 - 1 Tottenham (17:30 á morgun)
Það er allt í rugli hjá Móra vini mínum eins og mér þykir vænt um hann og ég held með honum. Því miður fyrir Tottenham stuðningsmenn þá fer þetta 1-1.

Chelsea 2 - 1 Everton (14:00 á sunnudag)
Chelsea vinnur en Gylfi skorar fyrir Everton.

Manchester United 2 - 1 Manchester City (16:30 á sunnudag)
Annað hvort rúllar City yfir þetta eða United vinnur 2-1. Ég get ekki tippað á móti mínum mönnum svo ég spái United sigri.

Leicester 2 - 1 Aston Villa (20:00 á mánudag)
Ég spái mikið í Fantasy og er efstur í minni deild með Hjörvar Hafliðason í rassgatinu á mér. Þessi leikur er mikilvægur fyrir mig því ég er með Vardy og varnarmann frá Leicester í liðinu. Þetta fer 2-1 en ég vona samt að þetta fari 2-0, Vary skori og Leicester haldi hreinu.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 30 12 8 10 55 52 +3 44
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 31 9 8 14 32 42 -10 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner