Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. febrúar 2020 12:00
Fótbolti.net
Villi í Steve Dagskrá spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Vilhjálmur Freyr.
Vilhjálmur Freyr.
Mynd: Instagram
Hvað gerir Aston Villa á Wembley?
Hvað gerir Aston Villa á Wembley?
Mynd: Getty Images
Liverpool skorar fimm samkvæmt spá Villa.
Liverpool skorar fimm samkvæmt spá Villa.
Mynd: Getty Images
Stefán Árni Pálsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Vilhjálmur Freyr Hallsson, þáttastjórnandi í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá, spáir í leikina að þessu sinni.

Vilhjálmur Freyr er harður stuðningsmaður Aston Villa en hann er á leið á Wembley að sjá sína menn mæta Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins um helgina.



Úrslitaleikur deildabikarsins

Manchester City 1 - 2 Aston Villa (16:30 á sunnudag)Heyrst hefur að City stilli upp Bravo í markinu. Grealish ætlar að loka Aston Villa ferðalaginu sínu á titli og hann fær þennan séns aldrei aftur. Hann vinklar hann í fyrri og Tyrone á 43 upp úr horni. City liggur á Villa í seinni hálfleik og ná að smygla inn einu marki. En þar við situr og ég mun sennilegast gerast pitch invaider í lok leiks. Up The Villa!

Enska úrvalsdeildin

Norwich 1 - 1 Leicester (20:00 í kvöld)
Þessi leikur verður hundleiðinlegur. Norwich eru ömurlegir og Leicester vita ekki hvort þeir séu að keppa um annað eða þriðja sæti. 1-1 Pukki og Söyüncü með mörkin.

Brighton 0 - 2 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Annar mjög leiðinlegur leikur. En Palace tekur þetta 0-2 og Aston Villa legendið Benteke verður með bæði.

Bournemouth 1 - 4 Chelsea (15:00 á morgun)
Ætli Chelsea neyðist ekki til að taka þennan leik eftir afhroð gegn Bayern. Norski sjarmurinn King er að koma sér á fætur og skorar 1-0. Svo keyrir Chelsea yfir þá.

Newcastle 1 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Gucci Man sækir aukaspyrnu úti á kanti sem Jonjo smellir beint á pönnuna á Aston Villa legendinu Ciaran Clark. Eina færi leiksins.

West Ham 0 - 3 Southampton (15:00 á morgun)
Fabianski er enganveginn tilbúinn andlega eftir Liverpool leikinn.Southampton halda áfram að klífa og sigra West Ham nokkuð auðveldlega. Ings-arinn með 2 og Ward Prowse. Öll mörkin Fabianski að kenna.

Watford 0 - 5 Liverpool (17:30 á morgun)
Knattspyrna er einföld íþrótt. Tuttugu og tveir leikmenn elta boltann í 90 mínútur og Liverpool vinnur. Watford tókst að tapa fyrir Villa um daginn og eiga því miður ekki séns í samfélagið. Skiptir engu máli hverjir skora, þeir gera það bara allir.

Everton 1 - 2 Manchester United (14:00 á sunnudag)
Það er momentum með United og Bruno Fernandes er alveg spennandi. Gylfi er sennilega búinn að fá nóg af einhverjum sófaspekingum og setur einn í vinkil í fyrri hálfleik en United svara með mörkum frá óvæntum Wan Bissaka og Martial.

Tottenham 0 - 2 Wolves (14:00 á sunnudag)
Wolves eru hrikalega spennandi lið og framherjalausir Tottenham menn eru komnir á endastöð með Mourinho. Þeir geta ekkert í leiknum og Wolves klárar þetta nokkuð auðveldlega. Adama Traore (Aston Villa legend) skorar bæði ef hann er heill. Annars gerir Jimenez það.

Championship

Hull 0 - 3 Leeds (12:30 á morgun)
Nú verða Leedsararnir að fara upp. Deildin hefur ekki verið söm án þeirra og Hull eru í allskonar vandræðum í deildinni. Patrick Bamford með 2 og einhver kóngur með síðasta.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner