fös 21. febrúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Stefán Árni spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Stefán Árni Pálsson.
Stefán Árni Pálsson.
Mynd: Dagrún Ása
Chelsea fær Tottenham í heimsókn.
Chelsea fær Tottenham í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Leicester vinnur Manchester City samkvæmt spá Stefáns.
Leicester vinnur Manchester City samkvæmt spá Stefáns.
Mynd: Getty Images
Liverpool vinnur öruggan sigur samkvæmt spánni.
Liverpool vinnur öruggan sigur samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Gunnar Sigurðarson jafnaði besta árangur vetrarins þegar hann var með sjö leiki rétta í spáni fyrir enska boltann um síðustu helgi. Gunnar jafnaði þar með Aron Einar Gunnarsson og Bjarka Má Elísson á toppnum.

Stefán Árni Pálsson, sjónvarpsmaður og stjörnublaðamaður á Vísi, spáir í leikina að þessu sinni.



Chelsea 1 - 1 Tottenham (12:30 á morgun
Bæði lið hafa verið í vandræðum á köflum á tímabilinu. Fyrir nokkrum dögum hefði ég spáð Spurs góðum útisigri en eftir meiðsli Son set ég x á þennan. Er líka með nokkrar dúllur á því.

Burnley 2 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Jói Berg í hóp og það verður nóg fyrir heimamenn til að sigla þessum auðveldlega í hús. Jóhann spilar 20 mín og leggur upp eitt mark undir lok leiksins.

Crystal Palace 1 - 0 Newcastle (15:00 á morgun)
Þetta er líklega erfiðasti leikur helgarinnar. Lið á sama stað í deildinni. Þetta verður VAR leikur helgarinnar og það verða nokkrar sentímetra rangstöður á Selhurst Park. Heimamenn ná að kreista fram sigur.

Sheffield United 1 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Sheffield hefur verið á mikilli siglingu á tímabilinu og er liðið í harðri Evrópubaráttu. Bráðlega fer allt að fara í skrúfuna hjá þeim og nú tapa lærisveinar Chris Wilder óvænt á heimavelli.

Southampton 2 -2 Aston Villa (15:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur og ég sé fyrir mér markasúpu. Aston Villa nær að klúðra útisigri með því að fá á sig mark undir lokin.

Leicester 2 - 1 Manchester City (17:30 á morgun)
City er að fara leggja allt í sölurnar til að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili og Pep fer ekki all in í þennan leik, enda risalegur gegn Real Madrid í næstu viku. Þeir tapa og Leicester nálgast þá óðum.

Wolves 3 - 1 Norwich (14:00 á sunnudag)
Nokkuð sannfærandi sigur Úlfanna sem verður aldrei í hættu og þeir taka með vinstri. Norwich nær aldrei að bjarga sér frá falli og þar vita menn það innst inni.

Manchester United 2 - 0 Watford (14:00 á sunnudag)
Leikur Manchester United er að batna örlítið. Þetta verður ekki fallegt. United verður 1-0 yfir í 70 mínútur og Odion Ighalo potar inn einu marki í uppbótartíma. Ekki þægilegur sigur en þeir loka þessum leik.

Arsenal 1 - 3 Everton (16:30 á sunnudag)
Leikir eftir Evrópudeildarleiki geta vafist fyrir sumum liðum og það gerist fyrir Arsenal um helgina. Andlaust og Everton mun vinna sannfærandi, enda eitt heitasta liðið í dag. Gylfi skorar loksins og það með skalla, aldrei þessu vant.

Liverpool 4 - 0 West Ham (20:00 á mánudag)
Liverpool verður ekki í neinum vandræðum með þetta verkefni og verður liðið komið í 3-0 í fyrri hálfleik. Þetta verður ein þægilega lautarferð.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner