Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júlí 2020 09:10
Elvar Geir Magnússon
Solskjær hefur áhuga á Ake
Powerade
Nathan Ake.
Nathan Ake.
Mynd: Getty Images
Jorginho.
Jorginho.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Það er komið að slúðurpakkanum sívinsæla. BBC og Sky tóku saman það helsta sem ensku götublöðin eru að matreiða.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur áhuga á að fá Declan Rice (21) frá West Ham sem hugsanlegan miðvörð fyrir lið sitt. (Times)

Manchester City og Manchester United hafa áhuga á sömu miðvörðum. Senegalski varnarmaðurinn Kalidou Koulibaliy (29) hjá Napoli og Slóvakinn Milan Skriniar (25) hjá Inter eru undir smásjánni. (Independent)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill ná samkomulagi við Real Madrid um að miðjumaðurinn Dani Ceballos (23) verði áfram hjá félaginu. (Sky Sports)

Matteo Guendouzi (21) hefur ekki fengið að æfa með aðalliði Arsenal síðan miðjumaðurinn lenti upp á kant við Arteta. (Mirror)

Nathan Ake (25), varnarmaður Boutnemouth, er meðal leikmanna sem Ole Gunnar Solskjær hefur áhuga á að fá til Manchester United. Solskjær sagði við Ake eftir viðureign United og Bournemouth að United þyrfti að fá örvfættan miðvörð. (Daily Telegraph)

Chelsea og Real Madrid leggja aukna áherslu á að reyna að fá Sergej Milinkovic-Savic (25) frá Lazio. Manchester United og Paris St-Germain hafa einnig sýnt serbneska miðjumanninum áhuga. (Gazzetta dello Sport)

Ake, sóknarmaðurinn Joshua King (28) og stjórinn Eddie Howe gætu allir yfirgefið Bournemouth í sumar. (Mail)

Crystal Palace undirbýr 25 milljóna punda tilboð í franska sóknarmanninn Odsonne Edouard (22) hjá Celtic. (Sun)

Bayern München ætlar að láta David Alaba (28) ráða því hvort hann vilji vera áfram hjá félaginu eða fara í enska boltann. (Mirror)

RB Leipzig býst við því að franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano (21), sem hefur verið orðaður við Arsenal, muni gera nýjan samning við félagið. (Mirror)

Juventus hyggst reyna að fá miðjumanninn Jorginho (28) frá Chelsea. (Tuttosport)

Real Madrid áætlar ekki að kaupa neinn leikmann í sumar vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins. Félagið vonast til að geta selt Gareth Bale (30). (Marca)

Umboðsmaður Achraf Hakimi (21) segir að Zinedine Zidane hafi verið ástæða þess að marokkóski landsliðsmaðurinn fór til Inter. (Marca)

Bristol City hefur áhuga á því að ráða John Terry, aðstoðarþjálfara Aston Villa, sem nýjan stjóra. (Football Insider)

Ralf Rangnick, stjóri RB Leipzig, hefur samþykkt að taka við AC Milan af Stefano Pioli á næsta tímabili. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner