Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. júlí 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carlos Corberan segir af sér (Staðfest)
Carlos Corberan.
Carlos Corberan.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Carlos Corberan er hættur sem stjóri Huddersfield á Englandi. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu í gærkvöld.

Corberan, sem er fyrrum aðstoðarmaður Marcelo Bielsa, stýrði Hudderfield í úrslitaleik umspilsins í Championship-deildinni á síðustu leiktíð en liðið tapaði þar gegn Nottingham Forest.

Það segir í yfirlýsingu Huddersfield að Corberan hafi komið á fund stjórnar þar sem hann hafi tjáð fólki það að að hann sé ekki rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Hann telur að það sé kominn tími á breytingu hjá félaginu.

„Tímasetningin er slæm því undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn," segir í yfirlýsingunni.

Danny Schofield, sem hefur verið í þjálfarateymi Coberen, mun stýra liðinu þangað til annað kemur í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner