Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 07. júlí 2023 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar fara með gott veganesti til Írlands
Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp
Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn skoraði sitt fyrsta mark í sumar
Arnór Sveinn skoraði sitt fyrsta mark í sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik 5 - 1 Fylkir
0-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('16 , misnotað víti)
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('28 )
2-0 Damir Muminovic ('52 )
2-1 Orri Sveinn Stefánsson ('67 )
3-1 Anton Logi Lúðvíksson ('72 )
4-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('80 )
5-1 Gísli Eyjólfsson ('94 )
Lestu um leikinn

Breiðablik vann góðan 5-1 sigur á Fylki í Bestu deild karla á Kópavogsvellinum í kvöld og fer því með ágætis sjálfstraust inn í Evrópuleikina gegn Shamrock Rovers.

Blikar gátu tekið forystuna á 16. mínútu. Klæmint Olsen féll í teignum og benti Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, á punktinn.

Höskuldur Gunnlaugsson tók vítið en Ólafur Kristófer Helgason var löngu búinn að lesa vítið og varði það örugglega.

Jason Daði Svanþórsson, sem hafði ekki enn skorað á mótinu, gerði fyrsta mark sitt á 28. mínútu. Oliver Stefánsson átti konfektsendingu frá vinstri vængnum og yfir hægra megin. Jason Daði tók nokkrar gabbreyfingar áður en hann setti boltann í netið.

Blikar tvöfölduðu forystuna á 52. mínútu. Höskuldur tók hornspyrnu sem Damir Muminovic stangaði í netið. Damir gerði vel að hrista Ólaf Karl Finsen af sér áður en hann stýrði boltanum í fjærhornið.

Nokkrum mínútum síðar vildu Fylkismenn fá víti. Óskar Borgþórsson var með boltann vinstra megin í teignum, keyrði inn að marki, en féll við eftir viðskipti sín við Viktor Örn Margeirsson. Viktor virtist renna til og fara aðeins utan í Óskar en ekkert dæmt.

Smá titringur kom í Blikavörnina í kjölfarið. Fylkismenn fengu nokkra góða sénsa og að lokum kom markið og það eftir hornspyrnu. Orri Sveinn Stefánsson skallaði boltann í markið.

Gísli Eyjólfsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson komu inn á í síðari og höfðu mikil áhrif á lekinn. Anton Logi Lúðvíksson skoraði á 72. mínútu eftir að glæsilega hælsendingu frá Gísla. Viktor keyrði í átt að marki, hótaði skoti nokkrum sinnum áður en hann setti boltann í hægra hornið.

Arnór Sveinn gerði síðan fyrsta mark sitt í sumar á 80. mínútu eftir hornspyrnu. Anton Logi hitti boltann illa en það reyndist góð sending á Arnór sem lagði boltann í netið og þá gerði Gísli út um leikinn í uppbótartíma með skoti rétt fyrir utan teig.

Gott veganesti sem Blikar fara með í forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið er á leið til Írlands þar sem það mætir Shamrock Rovers.

Blikar eru með 27 stig í 3. sæti en Fylkir í 11. sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner