Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Callum Wilson yfirgefur Newcastle (Staðfest)
Mynd: EPA
Enski framherjinn Callum Wilson hefur yfirgefið Newcastle eftir fimm ár hjá félaginu. Þetta staðfestir félagið í dag.

Samningur Wilson rann út í lok síðasta mánaðar og orðið er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning.

„Það er kominn tími til að kveðja eftir ótrúleg ár. Takk fyrir allt. Við stóðum sterk saman í gegnum hæðir og lægðir," segir Wilson.

Hann er 33 ára, kom frá Bournemouth 2020 og skoraði 49 mörk í 130 leikjum fyrir Newcastle, en einungis eitt í 22 leikjum á síðasta tímabili.

Wilson hefur verið orðaður við Leeds United að undanförnu.
Athugasemdir
banner