Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og er komið í efsta sæti deildarinnar.
Alexander Helgi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks skoraði sigurmarkið í kvöld eftir aðeins 5 mínútur í Breiðablikstreyjunni.
Alexander sagði eftir leik að skilaboðin frá þjálfurunum hafi einfaldlega verið að skjóta á markið sem hann svo gerði.
Alexander Helgi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks skoraði sigurmarkið í kvöld eftir aðeins 5 mínútur í Breiðablikstreyjunni.
Alexander sagði eftir leik að skilaboðin frá þjálfurunum hafi einfaldlega verið að skjóta á markið sem hann svo gerði.
„Þetta var bara gaman, gott comeback hjá mér og sýna hvað ég get. Þjálfarnir sögðu mér bara að skjóta og ég gerði það og það endaði svona."
Alexander var á láni hjá Víkingi Ólafsvík undir stjórn Ejub Purisevic og segir hann að Ejub sé frábær þjálfari sem hann er mjög þakklátur.
„Það var geggjaður skóli, hann kenndi mér þvílíkt mikið og ég á mikið inni hjá honum. Það hjálpaði mér mikið eftir að hafa verið mikið meiddur og ég þurfti spiltíma og ákvað að fara til hans."
Ungir leikmenn eru sjaldan að fara mikið út á land en Alexander sagðist hiklaust mæla með því og þá sérstaklega til Ejub sem hann telur frábæran þjálfara.
„Nei, ég mæli hiklaust með að kíkja út á land og sérstaklega til Ejubs, hann getur kennt þér þvílíkt mikið og ég græddi mjög mikið á að hafa farið til hans."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir