Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 07. ágúst 2018 21:59
Egill Sigfússon
Alexander Helgi: Ejub skólinn er geggjaður!
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og er komið í efsta sæti deildarinnar.

Alexander Helgi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks skoraði sigurmarkið í kvöld eftir aðeins 5 mínútur í Breiðablikstreyjunni.

Alexander sagði eftir leik að skilaboðin frá þjálfurunum hafi einfaldlega verið að skjóta á markið sem hann svo gerði.

„Þetta var bara gaman, gott comeback hjá mér og sýna hvað ég get. Þjálfarnir sögðu mér bara að skjóta og ég gerði það og það endaði svona."

Alexander var á láni hjá Víkingi Ólafsvík undir stjórn Ejub Purisevic og segir hann að Ejub sé frábær þjálfari sem hann er mjög þakklátur.

„Það var geggjaður skóli, hann kenndi mér þvílíkt mikið og ég á mikið inni hjá honum. Það hjálpaði mér mikið eftir að hafa verið mikið meiddur og ég þurfti spiltíma og ákvað að fara til hans."

Ungir leikmenn eru sjaldan að fara mikið út á land en Alexander sagðist hiklaust mæla með því og þá sérstaklega til Ejub sem hann telur frábæran þjálfara.

„Nei, ég mæli hiklaust með að kíkja út á land og sérstaklega til Ejubs, hann getur kennt þér þvílíkt mikið og ég græddi mjög mikið á að hafa farið til hans."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner