Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 07. ágúst 2018 21:59
Egill Sigfússon
Alexander Helgi: Ejub skólinn er geggjaður!
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og er komið í efsta sæti deildarinnar.

Alexander Helgi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks skoraði sigurmarkið í kvöld eftir aðeins 5 mínútur í Breiðablikstreyjunni.

Alexander sagði eftir leik að skilaboðin frá þjálfurunum hafi einfaldlega verið að skjóta á markið sem hann svo gerði.

„Þetta var bara gaman, gott comeback hjá mér og sýna hvað ég get. Þjálfarnir sögðu mér bara að skjóta og ég gerði það og það endaði svona."

Alexander var á láni hjá Víkingi Ólafsvík undir stjórn Ejub Purisevic og segir hann að Ejub sé frábær þjálfari sem hann er mjög þakklátur.

„Það var geggjaður skóli, hann kenndi mér þvílíkt mikið og ég á mikið inni hjá honum. Það hjálpaði mér mikið eftir að hafa verið mikið meiddur og ég þurfti spiltíma og ákvað að fara til hans."

Ungir leikmenn eru sjaldan að fara mikið út á land en Alexander sagðist hiklaust mæla með því og þá sérstaklega til Ejub sem hann telur frábæran þjálfara.

„Nei, ég mæli hiklaust með að kíkja út á land og sérstaklega til Ejubs, hann getur kennt þér þvílíkt mikið og ég græddi mjög mikið á að hafa farið til hans."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner