Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 07. ágúst 2022 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu"
Magnaður leikur hjá Atla
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög gaman," sagði Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir 4-0 sigur gegn ÍBV.

Það má segja að Atli hafi boðið upp á sýningu því hann skoraði þrennu í leiknum og fór fyrir sínu liði.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

„Mér leið frekar vel með okkar leik frá byrjun. Þetta rúllaði nokkuð vel. Mjög góður sigur."

Sjálfstraustið var í botni hjá Atla í þessum leik og sást það kannski best þegar Atli reyndi skot af 35 metra færi úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég ætlaði að senda inn í. Aron Kristófer manaði mig í þetta. Við erum búnir að taka nokkrar á æfingasvæðinu. Það hefði verið gaman að sjá hann fara á markið."

Atli skoraði annað mark sitt með hægri fæti, en hann er kannski ekki þekktur fyrir að nota þann fót mjög mikið til þess að skjóta. „Nei, það kemur oft einhverjum á óvart en kemur örugglega ekki þeim á óvart sem hafa æft með mér."

Atli var svo einfaldlega öskraður úr viðtalinu af Bjarna Guðjónssyni, framkvæmdastjóra KR, en það vantaði aðalmanninn í fagnaðarlætin inn í klefa. Bjarni kallaði úr klefanum og Atli fór inn til að fagna með sínum mönnum.

„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu. Takk," sagði Atli og hljóp inn í klefa.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner