Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 07. ágúst 2022 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu"
Magnaður leikur hjá Atla
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Atli Sigurjónsson átti magnaðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög gaman," sagði Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir 4-0 sigur gegn ÍBV.

Það má segja að Atli hafi boðið upp á sýningu því hann skoraði þrennu í leiknum og fór fyrir sínu liði.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

„Mér leið frekar vel með okkar leik frá byrjun. Þetta rúllaði nokkuð vel. Mjög góður sigur."

Sjálfstraustið var í botni hjá Atla í þessum leik og sást það kannski best þegar Atli reyndi skot af 35 metra færi úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég ætlaði að senda inn í. Aron Kristófer manaði mig í þetta. Við erum búnir að taka nokkrar á æfingasvæðinu. Það hefði verið gaman að sjá hann fara á markið."

Atli skoraði annað mark sitt með hægri fæti, en hann er kannski ekki þekktur fyrir að nota þann fót mjög mikið til þess að skjóta. „Nei, það kemur oft einhverjum á óvart en kemur örugglega ekki þeim á óvart sem hafa æft með mér."

Atli var svo einfaldlega öskraður úr viðtalinu af Bjarna Guðjónssyni, framkvæmdastjóra KR, en það vantaði aðalmanninn í fagnaðarlætin inn í klefa. Bjarni kallaði úr klefanum og Atli fór inn til að fagna með sínum mönnum.

„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu. Takk," sagði Atli og hljóp inn í klefa.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner