Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 07. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
„Það er gott að vera í Víkingi"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til og er spenntur fyrir morgundeginum," segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Aron og Markús (leikgreinendur Víkings) hafa greint þá vel og fóru yfir þá í gær. Svo fór Arnar yfir leikplanið í dag. Við skoðuðum sjálfir þá leikmenn sem við þurfum að skoða. Við förum vel yfir þá," segir Viktor Örlygur.

„Mér líst vel á möguleikana. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og nýta okkur heimaleikinn. Það verður ekki létt. Það skiptir miklu máli að nýta heimavöllinn. Við höfum séð það í síðustu tveimur einvígum að það getur hjálpað mjög mikið."

Víkingar hafa náð að snúa slæmu gengi við á undanförnum dögum og er bjart yfir félaginu þessa dagana; Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar, á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið og eru í raunhæfum möguleika að komast í riðlakeppni.

„Það er gott að vera í Víkingi. Það skiptir miklu máli að klára þetta núna og þá förum við að hugsa um næsta mál," segir Viktor en hann var svo spurður út í nýjasta leikmann Víkings, Tarik Ibrahimagic, í viðtalinu.

„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn."

„Við þurfum að njóta þess að spila fyrir framan fulla stúku. Við erum varla að æfa á milli leikja og það er það sem við viljum vera að gera. Þetta eru allt stórir leikir og þess vegna erum við í þessu," sagði Viktor að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner