Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 07. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
„Það er gott að vera í Víkingi"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til og er spenntur fyrir morgundeginum," segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Aron og Markús (leikgreinendur Víkings) hafa greint þá vel og fóru yfir þá í gær. Svo fór Arnar yfir leikplanið í dag. Við skoðuðum sjálfir þá leikmenn sem við þurfum að skoða. Við förum vel yfir þá," segir Viktor Örlygur.

„Mér líst vel á möguleikana. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og nýta okkur heimaleikinn. Það verður ekki létt. Það skiptir miklu máli að nýta heimavöllinn. Við höfum séð það í síðustu tveimur einvígum að það getur hjálpað mjög mikið."

Víkingar hafa náð að snúa slæmu gengi við á undanförnum dögum og er bjart yfir félaginu þessa dagana; Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar, á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið og eru í raunhæfum möguleika að komast í riðlakeppni.

„Það er gott að vera í Víkingi. Það skiptir miklu máli að klára þetta núna og þá förum við að hugsa um næsta mál," segir Viktor en hann var svo spurður út í nýjasta leikmann Víkings, Tarik Ibrahimagic, í viðtalinu.

„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn."

„Við þurfum að njóta þess að spila fyrir framan fulla stúku. Við erum varla að æfa á milli leikja og það er það sem við viljum vera að gera. Þetta eru allt stórir leikir og þess vegna erum við í þessu," sagði Viktor að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner