Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mið 07. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
„Það er gott að vera í Víkingi"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til og er spenntur fyrir morgundeginum," segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

„Aron og Markús (leikgreinendur Víkings) hafa greint þá vel og fóru yfir þá í gær. Svo fór Arnar yfir leikplanið í dag. Við skoðuðum sjálfir þá leikmenn sem við þurfum að skoða. Við förum vel yfir þá," segir Viktor Örlygur.

„Mér líst vel á möguleikana. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og nýta okkur heimaleikinn. Það verður ekki létt. Það skiptir miklu máli að nýta heimavöllinn. Við höfum séð það í síðustu tveimur einvígum að það getur hjálpað mjög mikið."

Víkingar hafa náð að snúa slæmu gengi við á undanförnum dögum og er bjart yfir félaginu þessa dagana; Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar, á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið og eru í raunhæfum möguleika að komast í riðlakeppni.

„Það er gott að vera í Víkingi. Það skiptir miklu máli að klára þetta núna og þá förum við að hugsa um næsta mál," segir Viktor en hann var svo spurður út í nýjasta leikmann Víkings, Tarik Ibrahimagic, í viðtalinu.

„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn."

„Við þurfum að njóta þess að spila fyrir framan fulla stúku. Við erum varla að æfa á milli leikja og það er það sem við viljum vera að gera. Þetta eru allt stórir leikir og þess vegna erum við í þessu," sagði Viktor að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner