Barry Bannan, fyrirliði Sheffield Wednesday, segir að hann búist við því að leikur liðsins gegn Leicester á sunnudag verði á tilsettum tíma.
Hann segir ekki vera nein áform um frekari verkfall hjá leikmönnum liðsins en þeir neituðu að spila æfingaleik gegn Burnley.
„Það er mikið í gangi núna og það er auðveldari ákvörðun að hætta við æfingaleik en deildarleik í Championship," segir Bannan.
Stuðningsmenn Sheffield Wednesday ætla að standa fyrir mótmælum í garð eigandans Dejphon Chansiri í kringum leikinn.
Hann segir ekki vera nein áform um frekari verkfall hjá leikmönnum liðsins en þeir neituðu að spila æfingaleik gegn Burnley.
„Það er mikið í gangi núna og það er auðveldari ákvörðun að hætta við æfingaleik en deildarleik í Championship," segir Bannan.
Stuðningsmenn Sheffield Wednesday ætla að standa fyrir mótmælum í garð eigandans Dejphon Chansiri í kringum leikinn.
Þetta hefur verið stormasamt undirbúningstímabil hjá félaginu en launagreiðslur hafa látið bíða eftir sér, félagið er í kaupbanni og stjórinn sagði upp þegar stutt var í mót. Þá var einni stúkunni á heimavelli liðsins lokað þar sem hún stenst ekki öryggiskröfur.
Athugasemdir