Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að eyðileggja fyrir Isak og Liverpool
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Það lítur allt út fyrir það að Newcastle muni missa af Benjamin Sesko til Manchester United.

Sesko var efstur á óskalista Newcastle í ljósi þess að Alexander Isak hefur tjáð félaginu það að hann vilji fara til Liverpool.

Sesko hefur hins vegar valið Man Utd og samkvæmt Mirror er Isak hræddur um að þetta geri út um möguleika sína að fara til Liverpool.

Það eru bara tíu dagar í nýtt tímabil en Newcastle mun bara selja Isak til Liverpool fyrir rétta upphæð og ef félagið finnur mann í hans stað. Ef Sesko fer til United - eins og allt bendir til - þá eru möguleikar Isak á að fara til Liverpool orðnir talsvert minni.

Það hefur ekkert gengið upp hjá Newcastle í þessum félagaskiptaglugga.
Athugasemdir
banner
banner