Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   mið 06. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Liverpool til Derby (Staðfest)
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Bobby Clark er genginn til liðs við Derby á láni frá RB Salzburg.

Clark hefur ekki verið lengi hjá Salzburg því hann gekk til liðs við félagið frá Liverpool síðasta sumar fyrir tíu milljónir punda. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá austurríska félaginu.

Clark er tvítugur miðjumaður en hann lék fjórtán leiki með Liverpool á tveimur tímabilum. Hann kom við sögu í 24 leikjum í öllum keppnum fyrir Salzburg á síðustu leiktíð.

Derby staðfesti einnig að varnarmaðurinn Dion Sanderson væri genginn til liðs við félagið á láni frá Birmingham. John Eustace er stjóri Derby en hann þjálfaði Sanderson hjá Birmingham og Blackburn.
Athugasemdir
banner