Enski miðjumaðurinn Bobby Clark er genginn til liðs við Derby á láni frá RB Salzburg.
Clark hefur ekki verið lengi hjá Salzburg því hann gekk til liðs við félagið frá Liverpool síðasta sumar fyrir tíu milljónir punda. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá austurríska félaginu.
Clark hefur ekki verið lengi hjá Salzburg því hann gekk til liðs við félagið frá Liverpool síðasta sumar fyrir tíu milljónir punda. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá austurríska félaginu.
Clark er tvítugur miðjumaður en hann lék fjórtán leiki með Liverpool á tveimur tímabilum. Hann kom við sögu í 24 leikjum í öllum keppnum fyrir Salzburg á síðustu leiktíð.
Derby staðfesti einnig að varnarmaðurinn Dion Sanderson væri genginn til liðs við félagið á láni frá Birmingham. John Eustace er stjóri Derby en hann þjálfaði Sanderson hjá Birmingham og Blackburn.
Athugasemdir