Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 16:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í beinni á Livey: Þrír Íslendingar byrja á bekknum í miklum erkifjendaslag
Daníel Tristan er í leikmannahópi Malmö.
Daníel Tristan er í leikmannahópi Malmö.
Mynd: Malmö FF
Klukkan 17:00 hefst leikur Malmö og FCK í 3. umferð forkeppninnar í Meistaradeildarinnar; dönsku meistararnir heimsækja þá sænsku á Eleda Stadion í Malmö.

Um nágrannaslaga er að ræða, Eyrarsundið skilur að Kaupmannahöfn og Malmö. Stuðningsmenn Malmö hafa fyrir leikinn sungið um að þeir hati Kaupmannahöfn.

Þrír Íslendingar eru í leikmannahópum liðanna og byrja þeir allir á bekknum í dag.

Þeir Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru á bekknum hjá Malmö og Rúnar Alex Rúnarsson er á varamannabekk FCK.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Livey og má nálgast útsendinguna hér.


Athugasemdir