Klukkan 17:00 hefst leikur Malmö og FCK í 3. umferð forkeppninnar í Meistaradeildarinnar; dönsku meistararnir heimsækja þá sænsku á Eleda Stadion í Malmö.
Um nágrannaslaga er að ræða, Eyrarsundið skilur að Kaupmannahöfn og Malmö. Stuðningsmenn Malmö hafa fyrir leikinn sungið um að þeir hati Kaupmannahöfn.
Um nágrannaslaga er að ræða, Eyrarsundið skilur að Kaupmannahöfn og Malmö. Stuðningsmenn Malmö hafa fyrir leikinn sungið um að þeir hati Kaupmannahöfn.
Þrír Íslendingar eru í leikmannahópum liðanna og byrja þeir allir á bekknum í dag.
Þeir Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru á bekknum hjá Malmö og Rúnar Alex Rúnarsson er á varamannabekk FCK.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Livey og má nálgast útsendinguna hér.
Athugasemdir