AC Milan hefur loksins náð samkomulagi við Club Brugge um kaup á svissneska landsliðsmanninum Ardon Jashari.
Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en leikmaðurinn sjálfur hefur verið ákveðinn í að ganga í raðir ítalska stórliðsins.
Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en leikmaðurinn sjálfur hefur verið ákveðinn í að ganga í raðir ítalska stórliðsins.
Sky segir að kaupverðið gæti farið upp í 37 milljónir evra og verið sé að ganga frá formsatriðum til að klára félagaskiptin.
Jashari verður þá fimmti leikmaðurinn sem AC Milan fær til sín í sumar en áður hafði félagið landað Luka Modric, Samuele Ricci, Pervis Estupinan og Pietro Terracciano.
Þá er félagið að vinna í því að kaupa hægri bakvörðinn Zachary Athekame frá Young Boys.
Athugasemdir