Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 17:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfesta að Faqa klárar tímabilið með FH - Kaupmöguleiki í samningnum
Lagði upp mark gegn Víkingi á sunnudag.
Lagði upp mark gegn Víkingi á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH staðfesti með færslu á samfélagsmiðlum í dag að Ahmad Faqa myndi klára tímabilið hjá félaginu. Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Val fyrir rúmri viku síðan að það væri svo gott sem klárt, og í kjölfarið kláraði FH viðræðurnar við AIK.

Faqa er miðvörður sem kom í lok félagaskiptagluggans í vor, sá samningur var í gildi út júlí og eftir góða spilamennsku vildi FH framlengja þann samning. KR hafði áhuga á að fá Faqa í sínar raðir en tókst ekki að landa sænska Sýrlendingnum sem hefur verið í stóru hlutverki hjá FH.

Faqa, sem er 22 ára, mun klára tímabilið á láni hjá FH og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er kaupmöguleiki í lánssamningnum við AIK. FH getur því keypt hann á ákveðna upphæð á meðan lánsdvölinni stendur.

Samningur Faqa við AIK rennur út í lok árs 2026.

„Ahmad Faqa verður leikmaður FH út tímabilið," segir í færslu FH.

Athugasemdir
banner
banner