Manchester United hefur verið boðið að fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic frá Juventus.
Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Juventus er að reyna að losa sig við Vlahovic og er tilbúið að leyfa honum að fara ódýrt. Fyrr í sumar var jafnvel talið að samningi hans yrði bara rift.
Akkúrat núna er Man Utd hins vegar að einbeita sér að Benjamin Sesko, sóknarmanni Leipzig.
Newcastle vill einnig fá Sesko en bæði félög hafa gert tilboð í hann.
Ef United tekst ekki að fá Sesko, þá er Vlahovic svo sannarlega möguleiki. Hann er 25 ára gamall og hefur skorað 58 mörk í 145 leikjum fyrir Juventus.
Athugasemdir