Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 10:52
Elvar Geir Magnússon
Dortmund í viðræðum við Úlfana
Fabio Silva í leik með Las Palmas.
Fabio Silva í leik með Las Palmas.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er í viðræðum við Wolves um möguleg kaup á sóknarmanninum Fabio Silva.

Úlfarnir vilja fá yfir 17 milljónir punda fyrir þennan 23 ára leikmann en hann hefur ekki spilað fyrir enska félagið síðan í nóvember 2023.

Hann var á láni hjá Las Palmas á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði 10 mörk í 26 leikjum. Einnig hefur hann leikið með PSV, Anderlecht og Rangers á lánssamningum.

Úlfarnir keyptu Silva á metfé frá Porto 2020 en hann hefur aðeins skorað fimm mörk í 72 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner