Sóknarmaðurinn Atli Þór Jónasson hefur verið orðaður við Vestra, en KA er einnig sagt hafa áhuga á honum.
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Atli gekk í raðir Víkinga fyrir tímabilið en hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki á þessu tímabili.
„Ég veit ekki alveg með Atla. Spaði er spaði og allt það, hann hefur verið herfilegur það litla sem hann hefur spilað. Hann var fínn á móti Fram en hefur átt erfitt uppdráttar. Ég átta mig ekki á því hvort það væri betra fyrir hann að fara eitthvað annað og spila bara til að spila, eða vera inn í verkefninu, æfa og koma inn á. Mér finnst það seinna líklegra miðað við mannskapsleysið," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.
„Annars er ekki mikið af stórum sögum í gangi," sagði Elvar Geir Magnússon.
Atli hefur skorað eitt mark í átta leikjum í Bestu deildinni í sumar. Hann var keyptur til Víkinga frá HK síðasta vetur fyrir mikinn pening.
Athugasemdir