Manchester United hefur gert formlegt tilboð í Benjamin Sesko, sóknarmann RB Leipzig.
Breska ríkisútvarpið segir að tilboðið gæti með öllu farið upp í 73,8 milljónir punda.
Breska ríkisútvarpið segir að tilboðið gæti með öllu farið upp í 73,8 milljónir punda.
Leipzig hefur ekki svarað tilboðinu en talið er að þetta sé viðunandi verðmat á þessum 22 ára slóvenska landsliðsmanni.
Newcastle vill einnig fá Sesko og hefur gert tilboð sem hefur ekki verið samþykkt.
Sesko er sagður hafa tjáð bæði Manchester United og Newcastle að hann sé tilbúinn að spila fyrir liðin.
Athugasemdir