Valur endurheimtir þrjá leikmenn úr meiðslum og banni þegar liðið fær Breiðablik í heimsókn í toppslag í Bestu deildinni á sunnudaginn.
Valur, Víkingur og Breiðablik gerðu öll jafntefli undanfarna daga en Valur er með tveggja stiga forystu í Víking og Breiðablik á toppi deildarinnar.
Valur, Víkingur og Breiðablik gerðu öll jafntefli undanfarna daga en Valur er með tveggja stiga forystu í Víking og Breiðablik á toppi deildarinnar.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir jafntefli liðsins gegn ÍA í gær að Markus Nakkim og Sigurður Egill Lárusson verða væntanlega klárir fyrir leikinn.
Nakkim hefur misst af tveimur leikjum í röð vegna meiðsla á meðan Sigurður meiddist gegn FH í umferðinni á undan leiknum gegn ÍA í gær.
Þá snýr Lúkas Logi Heimisson til baka en hann tók út leikbann gegn ÍA.
Valur hefur verið orðað við Valdimar Þór Ingimundarson og Hrannar Snæ Magnússon í glugganum. Þá seldi félagið Tómas Bent Magnússon til Hearts en hann var frábær hjá Val í sumar.
Túfa segir að það sé ekki í kortunum að styrkja liðið í glugganum.
Athugasemdir