Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verðmiðinn á Son hækkar - LAFC kaupir hann fyrir metfé
Mynd: EPA
Heung-min Son er á leið til Los Angeles FC frá Tottenham en LAFC borgar metfé fyrir þennan 33 ára gamla leikmann.

Greint var frá því á dögunum að LAFC myndi borga Tottenham um 13 milljónir punda (15 milljónir evra). Félögin hafa hins vegar verið í ferkari viðræðum og verðmiðinni hækkaði.

Sky Sports greinir frá því að LAFC muni borga 20 milljónir punda (23 milljónir evra). Ekkert félag í MLS-deildinni í Bandaríkjunum hefur borgað hærri upphæð fyrir leikmann.

Son gekk til liðs við Tottenham frá Leverkusen árið 2015 og lék 454 leiki og skoraði 173 mörk. Hann er frá Suður-Kóreu en hann spilaði sinn síðasta leik fyrir félagið á dögunum gegn Newcastle í æfingaleik í heimalandinu.

Hann varð eftir í Suður-Kóreu þar sem hann var að skrifa undir síðustu pappírana áður en félagaskiptin verða formlega staðfest.
Athugasemdir
banner