Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
   þri 05. ágúst 2025 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Konráð Freyr Sigurðsson
Konráð Freyr Sigurðsson
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
„Ég er svakalega glaður. Við erum bara 'road to Laugardalsvöllur', það er stefið inn í klefa," sagði Konráð Freyr Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir frábæran sigur liðsins gegn KFG í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarnum.

Lestu um leikinn: Tindastóll 4 -  1 KFG

Þetta var virkilega sterkur sigur í ljósi þess að Tindastóll er í 6. sæti í 3. deild á meðan KFG er í 9. sæti í 2. deild.

„Við erum búnir að spila ægilega flottan bolta í sumar. Þetta er ekki búið að detta með okkur en þegar þetta dettur með okkur er svakalega gaman að horfa á okkur. Þetta er bikarævintýri og það eru allir með allt á hreinu," sagði Konni.

Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, er miðvörður en spilaði frammi í kvöld og skoraði tvennu.

„Þetta var skemmtilegt, við töluðum aðeins saman um þetta í gær. Hann var að setja boltann í netið á æfingu í gær. Ég fékk lúmska hugmynd um þetta. Þetta gekk rosa vel, hann stóð sig mjög vel."

Konni vildi ekki staðfesta hvort Sverrir færi aftur í vörnina í næsta leik gegn toppliði Augnabliks í 3. deildinni á sunnudaginn.

„Það kemur í ljós. Við vorum mjög orkumiklir og góðir í dag. Það er það sem ég bið um frá liðinu mínu."

Konni vill fá Kormák/Hvöt í heimsókn í undanúrslitum.

„Eigum við ekki að fá þá á gervigrasið og fylla völlinn. Það verður rosa gaman."
Athugasemdir